Masai Mara Safari - Tanzania

Hæhæ kæru lesendur sem eruð vonandi fleiri en kommentin :)

Þá er Masai Mara safariið búið. Við sáum heilan helling af dýrum og ferðin var í alla staði æðisleg :) við vorum í hóp með hjónum frá Suður Kóreu sem voru/eru brúðkaupsferðinni sinni, algjörir dúlluhausar og svo vinum frá Ástralíu, stelpa og strákur. Allt mjög fínt fólk og farastjórinn okkar í ferðinni var líka frábær. Við gistum í 2 nætur rétt fyrir utan Masai Mara í tjöldum sem voru samt algjör lúxus með rúmum í :) Þar sem við vorum rétt fyrir utan Mara og það eru engar girðingar þarna þá voru menn í vinnu á tjaldsvæðinu við að vakta svæðið á nóttunni. Þeir sátu víðsvegar um svæðið á tjaldstólum með boga og örvar. Myndi sennilega valda miklum ótta hjá gestum ef byssuskot myndu heyrast á tjaldsvæðinu.. Það var samt alveg yndislegt að gista þarna þrátt fyrir smá kaldari nætur en við erum vön. Við sáum öll helstu dýrin sem lifa í þessari Paradís sem Mara er: Ljón, gíraffa, Buffalo, flóðhesta, fíla, gasellur, dádýr, apa, sebrahesta, eðlur, fugla, blettatígra osfrv… Það sem stóð uppúr voru fílabörnin og karlkynsljónin. Við vorum í miklu návægi við þessi dýr ca 2 metra, stundum minna. Semsagt hrikalega skemmtileg ferð, set nokkrar myndir hér inn og við getum svo vonandi bráðlega sett inn fleiri myndir :)

Spennt a leid i Safari :)

Tetta krutt er ca nokkra vikna :)

Vorum i 1-2 metra fjarlaegd fra tessum :)

FLodhestakrutt med mommu sinni :)

Tjaldid i Masai Mara

 

Það er erfitt að lýsa öllu því sem við erum að upplifa hér og ekki alltaf hægt að taka myndir, því það er ekki alltaf viðeigandi. Fólk býr hér í kofum sem maður myndir ekki bjóða hænum upp á heima. Meðfram vegunum eru börn ein á labbi niður í ca 4 ára og það er mikið um “smala” börn og eða fullorðna með hjörðina sína sem er oftast nokkrar kýr, nokkrar kindur, nokkrar geitur og kannski nokkrir asnar. Fólkið labbar um í einskonar teppum/sjölum með spýtu í hendinni og beitir allt sem er hægt að beita, mjög oft meðfram vegunum.

Sjoppur og annarskonar búðir eru meðfram flestum vegum í litlum bárujárnskofum og umhverfið er oftast mjög sóðalegt, einnig er algengt að sjá geitur, asna og kýr á vappi í þorpum fyrir framan búðirnar. Svo er fólk að reyna að selja þér eitthvað allstaðar þar sem maður kemur, oftast ávexti eða skartgripi og fólkið er mjög ágengt (sennilega vegna fátæktar)

þú þarft að vera blindur, heyrnalaus og án lyktarskyns til þess að fátæktin hérna fari framhjá þér. Samt eru allir svo glaðir og brosmildir. Allstaðar veifa börnin manni og segja how are you. Fyrir eitt veif tilbaka fær maður stærsta og innilegasta bros sem hægt er að fá :)

Þannig að Afríka er algjör draumastaður fyrir þá sem langar að sjá samfélög sem eru ólík því sem við eigum að venjast, ofboðslega fallegt landslag og villt dýr. Ef einhver sem les þetta er að velta því fyrir sér að koma hingað mælum við sterklega með því.

Staðan á okkur núna er að við erum búin að kveðja Kenýa og erum komin yfir til Arusha í  Tanzaníu. Við erum  í svona overland trukki með fullt af skemmtilegu fólki, farastjóra (sem er Áströlsk hress kona) og kokki :) VIð gistum í tjöldum sem er bara mjög notalegt, reyndar ekki janf mikill luxus og i Mara en fint samt :) bara tjalddynur, sem eru samt betri en morg rum sem vid hofum profad undanfarid  :) Veðrið er áfram ofboðslega gott og við erum spennt að fá að sjá meira af þessu landi en við eigum eftir að keyra alveg niður eftir öllu landinu eftir nokkra daga.

Jaej gott i bili fengum bara rett ad hoppa inn a netkaffi nuna en komumst kannski a netkaffi eftir 2 daga, ef ekki ta eftir taepa viku.

Fleiri myndir af fesinu hans Gumma:  http://www.facebook.com/media/set/?set=a.10150595352519884.442365.736709883&type=1

Knus heim og staersta knusid faer afmaelisbarn dagsins (Alla Maria)

Berglind og Gummi

Heimsókn i ABC barnaþorp og fátækrahverfi (slum) í Nairobi.

Jæja gott fólk þá erum við búin að vera tæpa viku í Nairobi og lang áhrifamesti og á skrýtinn hátt skemmtilegasti dagurinn var í dag.
Við höfðum samband við Þórunni sem sér um ABC hér í Nairobi og fengum að koma í heimsókn til þeirra. Þegar við komum fengum við fyrst að sjá skólabygginguna og heimavistina hjá þeim. Tvær ungar stúlkur sýndu okkur um , þær héldu á tveimur af yngstu börnum heimilisins annað u.þ.b 6 mánaða og hitt nokkra vikna. í kringum okkur voru svo hlaupandi lítil börn sem kepptust um að fá að halda í hendurnar á okkur og fá myndir af sér :) Virkilega skemmtilegt.

Í strákaherberginu á heimavistinni.

Síðan tók við göngutúr og heimsóknir í slummið. Við vorum með 2 starfsmenn ABC með okkur (labbar ekki um svona hverfi án “lífvarða”). Við heimsóttum þrjú heimili, kirkjuna og fleira í nágrenninu. Á öllum þeim heimilum sem við fórum á voru einstæðar mæður með nokkur börn. Leigan þarna er ekki há en þær þéna heldur ekki nema um 150 ísl krónur á dag og hafa allar nokkur börn á framfæri. Hvert heimili er liklega um 6.fm að stærð. Tvö þeirra höfðu rafmagn á kvöldin (ein ljósapera) og eitt ekkert. Við borguðum mánaðarleigu fyrir þær konur sem við heimsóttum og rúmlega það. Mjög lítið úr okkar vasa en hefur virkilega mikið að segja fyrir þær og börnin.  Einnig vorum við með penna sem við gáfum börnunum og þvílík gleði sem skein úr augunum þeirra fyrir einn penna :)


Sorphaugur fyrir miðri mynd.
Eymdin þarna er engu lík og myndir segja einungis hálfa söguna. Andrúmsloftið þarna, hitinn  og lyktin er ólýsanleg. Allt rusl, þvag og hægðir fljóta þarna um hverfin og lífsgæðin að okkar mati engin. Bara stanslaus barátta fyrir næsta matarskammti.

Við fórum svo aftur á ABC heimavistina þar sem við vorun viðstödd messu sem Íslenskur söfnuður sá um. Mjög ólíkt öllu sem við höfum séð en mjög ánægjulegt.
Á leiðinni heim var umferðin verri en nokkru sinni. Rúta nánast búin að keyra okkur niður, maður að banka á og reyna að opna bílinn ofl leiðinlegt. Við vorum því mjög glöð að komast heim á gistihemilið og í sturtu.
Miðað við lífið í slumminu er lífið á ABC heimilinu algjör hátíð. Við hittum 3 virkilega glöð og hrærð börn sem voru tekin inn á heimilið í gær. Þannig við ætlum að gerast styrktarforeldrar og sjáum eftir að hafa ekki gert það fyrr og við hvetjum ykkur svo sannarlega til þess að gera það ef þið eruð það ekki nú þegar.
Það er erfitt að lýsa hvernig manni líður eftir svona dag.en blanda af sorg, vanmætti, gleði og þakklæti er kannski tilraun til þess að finna lýsingarorð.
Þökkum fyrir það sem við eigum :*
Hugsum hlýtt heimúr 30 stiga hita ;)

Settum inn nokkrar myndir frá því í dag á facebookið hans Gumma. Albúmið Heimsreisa fyrsti hluti er opið öllum.

Berglind og Gummi.

Fært undir Óflokkað. 5 ummæli »

Nairobi :)

Jæja gott fólk eftir stutt en gott stopp i stórborginni London erum við komin til Nairobi í Kenýa.
Flugið frá London tók tæpar 9 klst. Við tvö frá litla Íslandi höfum aldrei farið í svona stóra flugvél
:) 2 sæti + 4 sæti + 2 sæti og þar af leiðandi tveir gangar og hrikalega flott “saga” class fremst með
bar ofl. Það fór ágætlega um okkur og við náðum að sofa soldið í vélinni. Einnig var allur matur og
allir drykkir fríir plús gjafataska með allkonar nytsamlega dóti, eitthvað sem við Íslendingarnir erum
ekki vön :) og það besta við þetta er að þetta flugfélag er bara 3 stjörnu en öll hin flugin okkar
eru með flugfélögum sem eru 4 og 5 stjörnu.

Þegar við svo lentum í Nairobi kom leigubíll frá Hostelinu okkar að sækja okkur. OKkur leyst nú ekkert
of vel á umferðina hérna, virðist vera lítið um umferðareglur og mikið um frekju og yfirgang, þar
fyrir utan eru vegirnir ekki upp á marga fiska.

Við búum í fremsta kofanum þessa vikuna :)

Fyrsta daginn vorum við bara róleg röltum í eitthvað moll hérna til þess að skipta pening
Við héldum að Mollið væri rétt hjá en það reyndist full langt því urðu axlir og háls frekar rauð :(
Við fundum líka internetkaffið í þessum labbitúr en það er svo hægt netið að það er eiginlega alveg
ónothæft. En það er hægt að leigja netpung hér á hostelinu sem er reyndar aðeins dýrara en virkar mun
betur :) þannig við höldum okkur sennilega við það þessa daga sem eru eftir hér :)

Í gær fórum við svo að hitta munaðarlaus fílakrútt :) Fílar þurfa mjólk í 3 ár til þess að lifa af
því eru munaðarlausir fílar sem finnast í náttúrunni hérna í kring fluttir þangað þar sem þeir fá
pela og alla umönnun þar til þeir eru 3 ára. Þá fara þeir aftur út í náttúruna eftir aðlögun :)
Að hugsa um þessa fíla er ekkert gert með annari :) það þarf að gefa þeim pela á 3 tíma fresti allan
sólahringinn og setja teppi þegar er kalt, regnsjal ef það er blautt og sólhlíf ef það er of heitt.
Já þeir eru sko þarna í dekri og elska mannfólkið og sprenja krúttskalann :)
Eftir þesssa heimsókn erum við enn spenntari að fara í safari ferðirnar og sjá líka stóru fílana :)

Í dag fórum við svo að fara í garð sem er svipaður og fílagarðurinn en
er með fleiri dýrategundum sem hafa fundist munaðarlaus og eða illa á sig komin í náttúrunni og eru í
dekri áður en þeir halda á vit ævintýranna aftur. ágætisgarður en toppaði ekki fílakrúttin :)

Við settum inn nokkrar myndir á facebookið hans Gumma og getum vonandi sett inn eina og eina mynd á
næstunni.

Eftir smá menningarsjokk fyrsta daginn erum við núna mjög ánægð með lífið og tilveruna :)
Við erum búin að læra að það sem manni finnst ógeðslegt fyrst er mjög fljótt að venjast :)

Næstu daga er planið að sóla okkur smá og skoða fleira hér í nánasta umhverfi Nairobi. Við verðum
hér á Upper Hill þangað til næsta mánudag en þá förum við á hostel þaðan sem safari ferðirnar okkar
fara. sú fyrri er 3 dagar og hefst 26 jan :)

Jæja nóg í bili.. verður alltaf full langt :)

Risa knús heim :*

Fært undir Óflokkað. 7 ummæli »

Fyrsti áfangastaður: Bournemouth

Jæja gott fólk þá erum við loksins komin af stað.

Síðustu dagarnir heima voru hálf skrítnir. Gummi lenti þann 9. jan. Ætluðum að fara heim á Selalæk um kvöldið eftir stúss í bænum en enduðum á að snúa við rétt fyrir ofan litlu kaffistofuna þar sem ca 80 bíla lest lokaði veginum. Við gistum því í Hvassaleitinu þá nótt, næsta dag skiptum við um bíl við tengdapabba og fórum þrengslin austur. Komum við í Hveragerði þar sem Dagmar komst aðeins með skærin í hárið á stóru sys (ekki veitti af) og við sáum bumbuna í síðasta sinn :( . Við vorum svo ekki komin austur fyrren seinni partinn þann 10. Þá átti eftir að pakka í bakpokana og klára að flytja og þrífa og kveðja fullt af fólki :S Þegar þarna er komið við sögu var stressið farið að segja til sín. Sem betur fer vorum við búin að fresta brottför um einn dag eða til 12 jan. Gistum síðustu nóttina á Selalæk aðfaranótt 11 jan og þann 11 fluttum við eitthvað af húsgögnum og þrifum það sem var eftir. Náðum því miður ekki að taka stærstu húsgögnin en eigum góða að sem ætla að klára það verk fyrir okkur :* Þegar við vorum búin að ganga frá húsinu og stressið að ná hámarki var farið í banka að ná í smá dollara fyrir Afríku. Síðan var haldið til Reykjavíkur þar sem gengið var frá síðustu endunum (s,s tónlist á ipod, myndir og þættir á flakkarann, kveðja fólk ofl). Við náðum því miður ekki að kveðja alla þá sem við hefðum viljað og enginn tími var fyrir kveðjupartý. Við hinsvegar lofum góðu heimkomupartýi í Júní :) Enda miklu skemmtilegra að bjóða okkur velkomin heim heldur en að kveðja.

Það var ótrúlega erfitt að kveðja sem ég reyndar vissi alveg, hélt bara að það myndi venjast með árunum ;) er það er víst ekki í mínu tilfelli. Ég var alltaf með grátkökkinn í hálsinum og stundum rúmlega það á þessum leiðinda kveðjustundum. Það sem var líka skrítið síðustu dagana var að finna spenninginn minnka og kvíðann aukast. Daginn fyrir var svo komið að mér (Berglindi) fannst þessi heimsreisa bara allt í einu ekki góð hugmynd :S  En ég þóttist vita að það myndi breytast þegar við værum komin af stað. Það varð líka raunin þegar ég var í fluginu til London kom matarlystin og ég varð loksins sjálfri mér lík :)

Við flugum út með Iceland Express þótt ég væri búin að lofa sjálfri mér að nota ekki það flugfélag meira en þar sem við fengum 2 fyrir 1 tilboð og áttu ekki tengiflug fyrren 3 dögum síðar ákvað ég að slá til :) Í fluginu sat háttsettur starfsmaður Iceland Express tveimur sætaröðum fyrir aftan okkur, hann afrekaði það að tala stanslaust allt flugið, mest um ágæti þessa flugfélags og hvernig sætabiið væri hjá öðrum lággjalda flugfélögum á borð við Ryanair og Easy Jet. Lokasetningin hans eftir aðeins of marga bjóra að mínu mati var að ef við ætluðum að blogga um þetta flug yrði það að koma fram að við fórum í loftið á réttum tíma og lentum í London 20 mín fyrr en áætlað var. Því er hér með komið til skila :)

Þegar við lentum í London tókum við rútu til Bournemouth við erum hér á ágætis hóteli fyrir utan tvö mjög mikilvæg atriði. Rúmið er skelfing og eigandinn var orðinn þreyttur á að starfsfólkið notaði facebook of mikið þannig hann lét loka fyrir það í starfsmannatölvunni en óvart var lokað á allt :( Þannig við erum með fínasta net (náðum m.a að horfa á landsleikinn áðan) en ekkert facebook :(

Í dag tókum við svo strætó í gömlu vinnuna mína :) (Elliheimili í Southbourne) Þar hitti ég nokkrar konur sem voru að vinna með mér 2006 og 2007. Gumma fannst þetta heimili nú hálf undarlegt enda mjög ólíkt því sem við venjumst heima á Íslandi. En það var rosalega notalegt að kíkja aðeins við. Við ákváðum svo að labba ströndina tilbaka og fengum okkur hádegismat á veitingastað á ströndinni :) Svo var rétt kíkt við í H & M og Primark fyrir kvöldmat og keyptar nokkrar nauðsynlegar flíkur :) Það er erfiðara en þið haldið að vera staddur í Englandi á janúarútsölum og kaupa ekkert :S

Hér var 10 stiga hiti, logn og glampandi sól í dag. Allur gróður fagurgrænn og þessi staður eins og alltaf algjör paradís :)

Í fyrramálið förum við svo aftur til London og verðum þar næstu nótt (vonandi með facebook og örlítið betra rúm :) Þar ætlum við bara að taka góðan túristadag á morgun og hinn áður en við förum í næturflug til Nairobi á sunnudagskvöldið.

Við sendum góðar kveðjur heim til ykkar allra  :*

Kv Berglind og Gummi.

Fyrsta færslan - Ferðaplan

Jæja gott fólk

Þá er fyrsta færslan komin á blað og heimsreisan okkar Gumma alveg að verða að veruleika :) Ákváðum að stofna þetta blogg svo vinir, fjölskylda og aðrir forvitnir gætu fylgst með okkur :) Ég setti inn ferðaplanið hérna fyrir neðan  og líka vinstra megin á síðunni (Ferðaplan). Þar er alltaf hægt að kíkja þegar líða fer á ferðina og þetta blogg verður komið langt niður.

Við semsagt kveðjum klakann góða 11 Janúar og komum heim í sumarið um 18 Júní (ekki búin að bóka ferðina heim) 

Við stefnum á að verða hrikalega dugleg að blogga um lífið í bakpokanum og vonum að þið verðið líka dugleg að kommenta og kvitta fyrir ykkur :)

Það verður sennilega ekki mikið um myndir  á þessari síðu en reynum að vera dugleg að setja þær á Facebook :)
Ferðaplan

11 Jan - Ísland - London

11 Jan - London - Bournemouth (Kíkja á gamlar slóðir)

13 Jan - Bournemouth - London

15 Jan - London - Nairobi

26 Jan - 3 Daga Masai Mara Safari í Kenýa

29 Jan - 3 Vikna Safari frá Nairobi til Victoria Falls í gegnum Tanzaníu, Malawi, Zambiu, Botswana og Zimbabwe.

21 Feb - Flug frá Zimbabwe - Johannesborg (S-Afríka)

22 Feb - Johannesburg - Singapore

23 Feb - Singapore - Peking (Kína)

23 Feb - Byrjun Mars - Ferðast með lestum í gegnum Kína  (Peking, Shanghai, Hong Kong) til Víetnam.

Mars    - Ferðast í gegnum Víetnam og Laos til Thaílands

Apríl     - Ferðast í gegnum Thaíland, stutt stopp í Camboidu.  Þaðan til Kuala Lumpur (Malasía)

27 Apr -  Flug frá Kuala Lumpur (Malasía) til Singapore

27 Apr -  Flug frá Singapore  til Balí (Indónesía) - Þar sem Fríða og Morten ætla að veita okkur félagsskap :D

6 Maí   -  Flug frá Bali til Singapore

7 Maí   -  Flug frá Singapore til Syndey (Ástralía)

14 Maí  - Flug frá Sydney til Christchurch (Nýja Sjáland)

14 Maí  - 28 Maí. Eftir nokkura daga stopp í Christchurch hjá Söru er stefnan að leigja húsbíl og keyra til   Auckland.

28 Maí - Flug frá Auckland (Nýja Sjálandi) til Fiji eyja

5 Jún  - Flug frá Fiji til LA

5 Jún - 15 Júní. Skoða LA, Las Vegas, Miklagljúfur ofl.

15 Jún - Flug frá LA - London

Ca 18 Jún - Flug frá London til ÍSLANDS :D

Kv Berglind

Fært undir Óflokkað. 6 ummæli »