Sydney - Suður Eyja Nýja Sjálands

Hæ allir :)

Búið að vera svo gaman hjá okkur að það hefur ekki veirð neinn tími til þess að blogga..

Eftir nokkra daga afslöppun á Kuta Beach á Bali (veitti ekki af eftir fjallgönguna) héldum við alla leið til Ástralíu. FLugum í gegnum Singapore en því miður höfðum við bara klukktíma á milli fluga þannig við náðum ekkert að fara í Fifa eða gera eitthvað annað skemmtilegt. Þaðan tók svo við 8 klst flug til Sydney, í stútfullri flugvél og við með miðjusæti og við gangin :( ég fór strax í þunglyndi og hélt við myndum ekkert ná að sofa þessa nóttina. En ferðavönu pésarnir náðu að sofa nánast allan tímann :) Ég náði einungis að horfa á eina bíómynd í ca 3-4 pörtum því ég var alltaf að sofna :) . Myndin minnti mig sérstaklega á eina manneskju og ég vil að hún kommenti hér undir ef hún heldur að myndin minni mig á hana. (Ms. Doubtfire)

Þegar við komum til Sydney fengum við eiginlega menningarsjokk. Þegar við komum útaf flugvellinum var enginn að toga í okkur og bjóða/heimta að hann fengi að skutla okkur á áfangastað. Heldur fórum við bara hljóðlega í leigubílaröð sem tók 3 mínútúr og leigubílstjórinn reyndi ekki að snuða okkur. Heldur var bara yndislega kurteis og vissi um hótelið :)
Reyndar var hitstigið bara 20 gráður og okkur fannst ískalt. Algjört peysuveður. Maður missir semsagt alveg kúlið að vera svona lengi í heitum löndum.

Sydney er ein fallegasta borg sem við höfum komið til og sennilega sú hreinasta líka. Hótelið okkar var líka æðislegt. vorum í stúdíóíbúð og á efstu hæðinni var sundalug, sauna og heitur pottur :) Þannig fyrstu 3 dagarnir fóru bara í það að njóta þess að vera í tandurhreinu umhverfi ekki umvafinn milljón manns :) Við borðuðum Subway með FERSKU grænmeti á hverjum degi og vorum líka sannir túristar og löbbuðum um borgina og kíktum á það helsta :) Á föstudeginum tókum við svo lestina í úthverfi Sydney og vorum yfir helgina hjá vinum okkar sem við kynntumst í Afríku. Gestrisnin sem okkar var sýnd þar er ekki að finna á hverju strái og við erum að vona að þau komi einhverntímann til Íslands svo við getum borgað þeim tilbaka. Þau keyrðu með okkur út fyrir borgina á laugardeginum og á sunnudeginum fórum við í miðbæinn og hittum fleira fólk sem við kynntumst í Afríku :)
Þessi vika í Sydney var algjör draumur og alltof fljót að líða, við fengum smjörþefinn af Ástralíu og við erum harðákveðin að fara þangað einhverntíman aftur.

Eins og síðustu mánuði tóku við ný og spenandi ævintýri á næsta áfangastað. Næsta stopp var Suður eyja Nýja Sjálands. Við byrjuðum á að stoppa í 2 nætur hjá Söru sætu í Christchurch. Skoðuðum okkur um í borginni en eftir skjálftann í fyrra er lítið að sjá nema rústir og niðurrif á húsum :( Hápunktarnir í þeirri heimsókn voru Nintendo tölvan hennar Söru það fóru nokkrar klst í að spila Mario Bros 3 :D Algjör snilld :) og svo eldaði Sara kjúkling, kartöflugratín og góða brúna sósu. Ekta Íslensk máltið og ferðalagnarnir rosalega kátir að fá heimagerðan mat :) (Maður fær leið á því að borða á veitingastöðum). Þúsund þakkir Sara :*
Því næst tókum við rútu til Ashburton og vorum 2 daga og eina nótt hjá vinkonu okkar sem við kynntumst í Afríku. Hún keyrði með okkur bóndabæ foreldra sinna og á rosalega fallega staði, sjá myndir. Einnig fórum við í heita potta og borðuðum geðveikt gott lambakjöt (Loksins). Við bæði búin að bíða síðan í Janúar eftir góðu lambakjöti :) Hún skutlaði okkur svo aftur til Christchurch og við ruddumst aftur inn til Söru í eina nótt. Eins og í Ástralíu var gestrisninn uppá 10 og það var yndislegt að vera inn á heimilum í fyrsta sinn í yfir 3 mánuði.

Næst á dagskrá var að leigja húsbíl og keyra um þetta fallegasta land heims. (Jebb það er enn fallegra hér en á fallega klakanum okkar). En landslagið er rosalega líkt og okkur líður eins og við séum heima :)
Það er yndislegt að vera á bíl og vera frjáls eins og fuglinn :) þurfum ekkert að skoða hvernig er ódýrast og best að komast á milli staði. Heldur brunum bara um allt vinstra megin (Gummi er hetja) og stoppum þar sem við viljum :) Eina sem er ekki jákvætt er hitastigið en á daginn eru ca 12 gráður..

Ætlum að keyra um þangað til næsta laugardag og á sunnudagnn hefst ofur afslöppunarvika á Fiji eyjum :)

Það er orðið hrikalega stutt í heimferð og við erum orðin rosalegaspennt að hitta alla :) (sérstaklega litlu frænku sem á að fæðast á næstu dögum :) ) En samt sem áður blendnar tilfiningar að draumaferðin umhverfis jörðina verði bráðum búin.

(ekki mikið um internet þannig myndir koma seinna)

Nóg í bili.
Knús heim
Húsbílaferðapésarnir tveir :*

Fært undir Óflokkað. 7 ummæli »

Gili - Mt. Rinjani - Bali

Hæhæ
Eftir góða aflslöppun á Nusa Lembongan í 3 daga vorum við orðin eirðarlaus og til í eitthvað aðeins meira fjör :)
Við reyndum að fá bát beint til Gili eyja en það var svo dýrt og okkur gekk heldur ekki að fá ódýran bát beint til Padang Bai á Bali. Þeir buðu okkur reyndar far á pínkulitum fiskibát sem líkist frekar kanó en bát, við afþökkuðum það og tókum bát aftur til Sanur á Bali. Þaðan tókum við svo taxa til Padang Bai með það í huga að koma okkur til Gili Trawanga. Við komum þangað aðeins of seint og náðum ekki hraðbátnum til Gili. Þannig við gistum eina nótt í Padang Bai. Þegar við sátum á hostelinu að spjalla labbar danskt par inn sem vildi svo skemmtilega til að eru vinir Fríðu og Morten. Við fórum með þeim útað borða og í nokkra drykki um kvöldið. Við fórum á roslaega góðan veitingastað sem bauð upp á kartöflur :) og ekki nóg með það heldur kartöflumús :) nammnamm!!
Við lentum svo á Gili um hádegi næsta dag. Funduð okkur ágætis hostel við ströndina og höfðum það rosalega gott :) Síðan var komið að örlagaríkri ákvörðun :)

Gummi lenti á spjalli við kall á ferðaskrifstofu með það í huga að klífa Mt. Tambora sem er á eyjunni Sumbawa við hliðina á GIli. Þar varð stærsta sprengigos sem hefur orðið og jarðfræðiáhugamaðurinn hafði mikinn áhuga á að skoða það. Því miður er ekki boðið upp á ferðir þangað og því talsvert flókið að fara, auk þess sem kallarnir sögðu að það væri ekkert spes að labba upp á það fjall. Kallinn á ferðaskrifstofunni sýndi Gumma svo myndir af Mt. RInjani sem er 3726m hátt eldfjall á eyjunni Lombok. Hann var ekki lengi að sannfæra Gumma um að það væri mjög fallegt þar og góð hugmynd að fara í 3 daga göngu upp á fjallið þar sem gist væri báðar næturnar í tjöldum í 2600 og 2700m hæð. (þess má geta að Hvannadalshnjúkur hæsti tindur Íslands er um 2100m). Ég var sjálf orðin leið á allri þessari afslöppun og ákvað að slá til og fara með í þessa spennandi ferð :)

Mt. Rinjani séð frá Gili morgunin sem við lögðum í hann.
Við vöknuðum eldsnemma til þess að ná fyrsta bát frá Gili yfir til Lombok. Ég vaknaði reyndar með slappleika og hálsbólgu og var óviss hvort ég kæmist af stað í gönguna en ég ákvað að koma mér allavega yfir á rétta eyju til þess að byrja með. Okkur var bókstaflega troðið í pínulítinn bát með FULLT af fólki og við tók hálftíma sigling þar sem ég var viss um að báturinn myndi sökkva. Það gerðist þó ekki og við komumst heil með þurran farangur til Lombok. Því næst tók við 1,5 klst löng bílferð og þar ákvað ég að fara bara með í gönguna þrátt fyrir slappleika. Við keyrðum upp í 600m hæð skyldum stóru töskurnar eftir og lögðum af stað.

Í bátnum til Lombok :)

Fyrsta daginn var gengið úr 600m hæð upp í 2600m. Gangan tók um 7 klst og var að mínu mati mjög erfið. Og ef ég á að vera alveg hreinskilin þá var ég alveg buguð eftir daginn.. Gummi bar sig betur :) Við fengum svo kvöldmat um leið og  við komum í búðirnar og eftir að Gummi var búin að hughreysta mig og telja mér trú um að ég gæti labbað í 2 daga í viðbót fórum við að sofa. Vöknuðum samt oft um nóttina því það var mjög hart að liggja í tjaldinu og ÍSKALT!

Dagur 1

Fyrri tjaldbúðirnar 2600m.
Á degi 2 vöknuðum við kl 6. Fengum bananapönnukökur í morgunmat og lögðum í hann upp að gígnum. Það reif mjög fljótlega í lærin mín að labba um morgunin en ég gleymdi því um leið og við komum að gígnum. VÁ!! hrikalega flott. Læt myndirnar tala sínu máli.


Eftir miklar myndatökur fyrir ofan gíginn var haldið niður að vatninu. niður í 2000m hæð. Fengum hádegismat þar og svo var haldið aftur upp á við í næstu búðir (2700m).

Hetjurnar að elda fyrir okkur hádegismat. Þeir labba með allan matinn, tjöldin, dýnurnar, vatnið ofl upp alla þessa leið ca 2 í viku ýmist berfættir eða á flip flops inniskóm :(

Gangan upp að búðunum var hrikalega erfið. Það var alveg þverhnípt upp og við þurftum að klifra í klettum og reyna sem minnst að horfa niður :/. Á leiðinni að búðunum komum við að konu sem hafði dottið niður 50m um morgunin. Hún var að öllum líkindum mjaðmabrotin og sennilega fleiri bein. Gat sig ekki hreyft og beið þess að fá þyrlu til þess að flytja sig niður. Það gekk þó ekki upp og hún þurfti að bíða í 10klst þarna í hlíðinni eftur mönnum til þess að bera hana upp að búðunum sem við vorum í. Þar gisti hún um nóttina og hélt að það kæmi þyrla að ná í sig næsta morgun. Það gekk þó heldur ekki og þegar við vorum að fara niður á 3 degi var verið að bera hana niður á bambusbörum. (ca 8-10klst ferð fyrir hana). Mölbrotin og einu verkjalyfin voru töflur frá öðrum göngugörpum :( .

Seinni búðirnar.
Á degi þrjú (eða reyndar um nótt 2:30) voru þeir ræstir sem ætluðu að labba á toppinn. Ég átti ekki mikla orku eftir í fótunum eftir tvo langa göngudaga á undann og ákvað að reyna ekki við toppinn.  Gummi hetja fór að sjálfsögðu alla leið upp.

Hetjan mín kominn á topinn :)
Það tók svo 6 klst að fara niður í byggð frá búðunum. Við erum bæði sammála að þetta er það erifðasta sem við höfum gert. Við kláruðum alla þá orku sem við áttum og fæturnir á okkur voru þaktir blöðrum, bólgum, sárum og mari. Nokkrum dögum síðar missti ég svo tvær táneglur, þannig þetta var ekkert gefins :)
Samt sem áður var þetta algjört ævintýri og algjörlega þess virði :)
VIð gistum eina nótt á Lombok eftir gönguna og fórum svo aftur til Kuta Beach á Bali þar sem við erum ekki búin að gera neitt í 4 daga. Bara reyna að jafna okkur. Við erum enn hálf slöpp og illt í fótunum.
Í dag er síðasti dagurinn okkar í Asíu við leggjum af stað til Sydney í kvöld :) fljúgum til SIngapore og þaðan tökum við næturflug til Sydney :) Þannig næstu fréttir verða frá nýrri heimsálfu :)
VIð sendum knús og kossa á alla heima :*

Fært undir Óflokkað. 5 ummæli »

Kuala Lumpur - Singapore - Kuta Beach - Nusa Lembongan

Hæhæ

Eftir mjög skemmtilega daga í Víetnam var komið að því að fljúga til Kuala Lumpur í Malasíu. Við áttum flug þaðan til SIngapore því planið var að byrja í Vietnam og enda á að fara niður Thailand til Kuala Lumpur landleiðina. Það plan var löngu orðið úrelt en við ákvaðum að halda fluginu okkar frá Kuala Lumpur þrátt fyrir það. Breyta bara dagsetningunni. VIð sjáum ekki eftir því. Það var rosalega gaman að koma til Kuala Lumpur, mjög vestræn borg, mikið af háhýsum og alveg slatti að sjá :) Við komum seint um kvöld og fundum okkur hótel í Chinatown sem var frekar dýrt með engu inniföldu en við vorum þar allar 3 næturnar. (Dýrt á Asískan mælikvarða ca 2000kr á mann). Næsta dag vorum við ekta túristar og tókum rúnt um borgina með hop on hop off rútu. Þannig fengum við að sjá allt það helsta á stuttum tíma. Enduðum daginn í risa stóru og rosalega flottu molli í tvíburaturnunum. Um kvöldið fórum svo upp i sjónvarpsturnin og horfðum yfir borgina í myrkri sem var mjög fallegt.

 


Næsta dag hittum við svo Fríðu og Morten :) Þau eru búin að vera að ferðast um Asíu í tæpa 3 mánuði og loksins vorum við á sama stað :) VIð eyddum deginum með þeim, röltum um borgina og borðuðum rosalega góðan street food. Um kvöldið fengum við svo að vita að við gætum ekki stoppað yfir nótt í Singapore vegna einhverra leiðinda hjá rountheworldflights. (sem var reyndar gott fyrir budduna því það er mjög dýrt þar) En í staðinn vorum við þar í einn dag og fórum svo til Bali um kvöldið.

Flugvöllurinn í Singapore hlítur að vera sá besti í heimi. Það er svo gaman þar að manni finnst leiðinlegt þegar það er komið að bording (ólíkt öllum öðrum flugvöllum). Þar er öll afþreying sem hugsast getur og nánast allt frítt. Getur m.a farið í ræktina, skoðað grasagarða, verið í leikjatölvum, horft á sjónvarp, farið í Bíó, farið í sund, verið á internetinu, borðað á góðum veitingastöðum, rölt um allskyns búðir og svo margt fl. Svo bjóða þeir líka upp á fría útsýnisferðir um borgina með rútu og fararstjóra. Þar sem við höfðum allan daginn skelltum við okkur í svoleiðis ferð :) Mjög gaman og smá sárabót að fá að sjá þessa hreinu og fallegu borg. VIð erum harðákveðin í að koma þangað aftur þegar við erum orðin rík og gista á geggjuðu hóteli sem er með 150m sundlaug á toppnum.
Þegar við komum svo aftur á flugvöllinn hljóp Gummi beint í Fifa í PS3 og ég rölti um í fallegum búðum :)

Fyrir utan kínverskt hof í Singapore. Hér sést nýji hárliturinn :)

Flugvöllurinn :)
Við komum svo til Bali að kvöldi 6 Apríl. Fundum okkur hótel á ágætisstað með góðri sundlaug á Kuta Beach :) Daginn eftir ákvaðum við að kíkja á ströndina. Á leiðinni var togað og kallað úr öllum áttum til þess að fá okkur til þess að kaupa hitt og þetta. Þegar við svo loksins komum á ströndina batnaði það ekki. Á 2 mínútna fresti var fólk að bjóða upp á ýmsar vörur og þjónustu. Snyrtidömurnar byrjuðu að klippa neglurnar og Gumma og suða í mér að fá að naglalakka mig, nuddkonurnar byrjuðu að nudda mann alveg óumbeðnar til þess að lokka mann í nudd. VIð enduðum á að kaupa ís og fengum bæði hand og fótsnyrtingu.


Öldurnar þarna voru rosalegar og gaman að fylgjast með surf fólkinu sem sýndi listir sínar. Gummi reyndi einnig að surfa en það gekk ekki alveg nógu vel. Mun auðveldara en það sýnist :) Til þess að gera langa sögu stutta þá nenntum við ekki aftur á þessa strönd og eyddum næstu tveimur dögum í sundlaugargarðinum á hótelinu okkar :)
Fríða og Morten komu svo á mánudagskvöldinu og leyst álíka illa á þennan stað og okkur þannig við pökkuðum niður og redduðum okkur bátsfari á næstu eyju sem heitir Nusa Lembongan. Hér búa bara 2000 manns og allt er rosalega rólegt og notalegt. Við gistum á hosteli sem er alveg við ströndina og er með góðri sundlaug :) (semsagt allt sem þarf). Daginn eftir við komum fórum við að snorkla með Manta Ray risa skötum sem var eitt það magnaðasta sem við höfum gert. Þetta eru risa fiskar og þegar þeir synda er eins og þeir fljúgi í sjónum. Kaldur ólgusjórinn gerði reynsluna líka enn magnaðari. Blanda af köldum sjó, stórum öldum og slatti af adrenalíni gerði það að verkum að það var erfitt að anda fyrstu mínúturnar en hetjurnar voru fljótar að venjast því :)

Seinni partinn þegar við vorum búin að liggja við sundlaugina frá hádegi ákvað ég að kíkja á netið og komst að því að það varð risaskjálfti í Norður Indónesíu og flóðbylgjuviðvörun hafði verið gefin út fyrir allt Indlandshaf. Við tóku nokkrir tímar af smá panik. En sem betur fer kom engin flóðbylgja og áður en við fórum að sofa var búið að afturkalla viðvörunina. Þannig þetta endaði allt vel :)

Nusa Lembongan

Höfðum það gott þarna uppi þegar við vorum þreytt á sólbaðinu :)

Sunglaugagarðurinn um kvöld :)

Seinni daginn okkar á Nusa gerðum við svo ekkert nema tana og hafa það gott :)
Í dag ætlu við svo að koma okkur aftur til Bali og annað hvort skoða okkur um þar eða skella okkur beint á einhverja aðra eyju :)
Eigum 10 daga eftir í Indonesíu áður en vestræni heimurinn tekur fagnandi á móti okkur í SYDNEY :D
Knús heim :*

Fært undir Óflokkað. 5 ummæli »

Víetnam

Hæ Hó

Þá er loksins smá tími til þess að skrifa eitt stykki blogg :) síðustu dagar/vikur hafa verið hrikalega busy. Fórum hratt yfir mikið og merkilegt land þannig það var hver mínúta nýtt :)

Þegar við vorum búin að jafna okkur eftir ferðalagið frá Laos og sleppa lifandi úr hrikalegri umferð í Hanoi þar sem mótorhjól eru á hverju strái skelltum við okkur í 3 daga bátsferð til Halong Bay. Sem er 2000 eyja eyjaklasi í Norður Víetnam. Skyggnið var frekar lélegt eins og nánast allstaðar í Víetnam vegna þoku og mengunar. Mengunin er svo mikil að það sést  varla í bláan himinn og fæstir fara út án þess að vera með grímu/maska :( Þetta er samt rosalega fallegur staður en ekki nálægt því eins fallegur og myndir sem við höfðum séð með tærum bláum sjó og sólskyni :) Það var frekar kalt í veðri (20 gráður) semsagt peysuveður fyrir fólk sem er búið að vera of lengi í yfir 30 gráðum. Við kynntumst skemmtilegu fólki í ferðinni og höfðum það rosalega gott. Gistum í flottu herbergi í bátnum og á Hóteli og stærstu eyjunni á Halong Bay. Skoðuðum flotta hella og fórum í eina fjallgöngu í þjóðgarði á Cat Ba island. Gædinn okkar var reyndar með þeim verri sem við höfum fengið en við létum það ekki skemma fyrir okkur :)

Halong Bay í mengunar og þokumystri. Samt sem áður rosalega fallegt :)

Floating Village á Halong Bay. Magnað að fólk lifi svona allt árið.

Komin upp á topp á fjalli í CatBa island þjóðgarðinum :) Fallegt útsýni en mikið mystur.

Eftir 4 tíma keyrslu frá Halong Bay aftur til Hanoi tók við 14 tíma næturrútuferð til Hué í miðju Víetnam. VIð stoppuðum þar í nokkra tíma áður en við fórum í 5 tíma rútuferð til Hoi An. Sennilega versta rúta ferðarinnar, engin loftkæling og svefnbekkir í stað sæta (um miðjan dag) Þegar við vorum komin til Hoi An var hitastigið orðið betra fyrir kuldaskræfur :) vel heitt sólin náði að skýna í gegnum mengunina og bærinn algjörlega æðislegur. Lítill og notalegur fullur af saumastofum og góðum veitingastöðum. Klárlega einn af okkar uppáhaldsstöðum í ferðinni hingað til :) Gummi lét sauma á sig 4 skyrtur og ég 3 kjóla :) Við leigðum okkur tvisvar mótorhjól og keyrðum um Hoi An og nánasta umhverfi. Fórum einu sinni á ströndina og höfðum það rosalega gott í þessa 4 daga :)

Eftir allar rútuferðirnar vorum við harðákveðin í að taka frekar lestina niður til Saigon. En hún var því miður fullbókuð þegar við vildum fara og því ákváðum við að vera flott á því og taka flugið :) Sem var algjör lúxus og kærkomið eftir allar rúturnar :)

Frá Saigon (Ho Chi Minh City) fórum við í dagsferð til Mekong Delta í suður Víetnam og fengum að kynnast innfæddum og þeirra venjum og siðum. Skoðuðum meðal annars Býflugnabýli þar sem við fengum rosalega gott te með fersku hunangi og homemade snickers :) Einnig fórum við í Coconut candy verksmiðju og fengum besta nammi sem til er  :) Enduðum á að fara frá Mekong Delta með fullan poka af ýmsu góðgæti :)

Fengum far á svona bát í Mekong Delta :)

Coconut Candy verksmiðjan :) NAMMM!!
Daginn eftir fórum við svo að skoða Cu CHi göngin. Sem er var rosalega áhugaverður dagur. Víetnamar bjuggu göngin til í stríðinu til þess að fela sig fyrir bandaríkjamönnum. Göngin eru 121 km að lengd og ef ég man rétt allt að 20 metra djúp á 3 hæðum. Þau voru gerð rosalega þröng svo bandarískir hermenn ættu erfitt með að koma sér ofan í göngin og ferðast um þau. Það voru einnig gildrur í göngunum og öðru hverju höfðu þeir göngin mjög þröng til að varna því að bandaríkjamenn kæmust lengra. Það voru svefnherbergi, eldhús, vinnustofur og aðgangur að vatni (Mekong River) í göngunum. Hvert einasta atriði útpælt og allt gert í höndunum. Ég gæti sagt endalaust frá þessu stríði og þessum göngum en læt það kjurrt liggja. Áhugasamir geta fengið sögustund í júní :) Já svo skutum við líka úr AK 47 hríðskotabyssu :) og á meðan við vorum ofan í göngunum og að skoða allt í kring voru aðrir að skjóta úr byssunum þannig það voru háir skothvellir nánast allan daginn sem gerði þetta enn raunverulegra.

Gummi á leið ofan í upprunalegu leiðina ofan í göngin :) Pínulítil hola

Hrikalega þröngt. Samt búið að víkka og hækka þennan part af göngunum fyrir feita túrista.

Skotið úr AK 47

Svalur :)

Þegar við komum tilbaka frá göngunum fórum við í War Museum og fengum að sjá myndir af stríðinu og hrikalegum afleiðingum þess. Þessi dagur var rosalega átakanlegur en kveikti aftur á móti svakalegan áhuga á því sem var í gangi þarna fyrir svo stuttu síðan. Þannig núna ligg ég á google og er búin að kaupa bók um stríðið.

Alvarlegar afleiðingar efnavopna Bandaríkahers. Þetta var skársta myndin :( Enn í dag eru börn að fæðast mj0g fötluð í Víetnam.

Eftir Saigon flugum við til Kuala Lumpur í Malasíu tókum sutt 3 daga stopp þar. Vorum svo einn dag í Singapore og erum núna komin til Bali í Indonesiu :) Nánar um það í næsta bloggi :)
Við erum svo loksins búin að bóka flug til Íslands sem kostaði hálfan handlegg en við lendum 4 Júní :) Mjög mikill spenningur en samt blendnar tilfinningar að þessi draumaferð verði búin eftir aðeins 2 mánuði..

Knús og kossar :*

Fært undir Óflokkað. 8 ummæli »

Chiang Mai, Vang Vieng og ferðin til Hanoi.

Sælir lesendur góðir..
Höldum áfram þar sem frá var horfið :)
Við enduðum á að vera í CHiang Mai í 6 daga og vorum frekar heilluð af þeim stað. Fólkið rosalega kurteist og hjálplegt og rosalega margt í boði. Við eyddum einum degi með tígrisdýrum og öðrum með fílum :) Bæði rosalega skemmtilegt :) Síðan vorum við dugleg að fara í nudd og sóla okkur og kæla okkur þess á milli í sundlauginni. EInnig kíktum við á markaði og keyptum meðal annars púða til þess að hafa í stofusófa. Eigum bara núna eftir að kaupa sófa í stíl við púðana :) Semsagt voðalega notalegir og skemmtilegir dagar þar :)   Ég reyndar endaði á að lita á mér hárið of ljóst. Það var orðið svo upplitað að ég ætlaði að hressa það við án þess að lita það svart (nenni því ekki) en endaði með alltof ljóst hár. En því verður kippt í lag þegar ég hitti Fríðu mína á Bali :)

Tiger Kingdom :)

Elephant Training :)

Nældi mér í D-Vítamín

Næst á dagskrá var Laos. Tókum einn minibus og 3 rútur alla leið til Vang Vieng og það tók 22 klst. Gekk samt mjög vel og var auðveldara en það hljómar :) Vang Vieng er rosalega mikill djammstaður :) VIð djömmuðum ekki mikið en kíktum út tvö kvöld og Gummi drakk Wiský í kók úr fötum :) Tubing var kannski ekki alveg jafn skemmtilegr og við bjuggumst við haha. Barirnir voru allir í byrjun og svo var eiginlega bara hörkupúl að koma sér niður alla ána á þessum kútum :) Síðasta daginn okkar í Laos fórum við í hellaskoðun. Fórum fyrst í gegnum eitt af mjög mörgum hrikalega fátæku þorpum. Síðan fórum við í helli sem er undir stóru fjalli það er vatn inn í hellinum og við fórum á kútum 400 metra og svo aftur út. Þetta var frekar scary en það sem var mest scary var maður sem var með okkur í ferðinni sem var illa haldin af hjarta og lungnasjúkdómum og var nær dauða en lífi allan tímann. VIð vorum orðin viss um að við myndum koma með lík í kút útur hellinum. Hann lifði þetta sem betur fer af samt. Síðan fórum við í annan helli sem er kallaðir elephant cave en er núna notaður sem hof/kirkja. Mjög skemmtilegur dagur :)

Fórum inn í hellinn þarna á kútum :)

Svo var komið að því að koma sér frá Vang Vieng til Víetnam. Enduðum á að taka klikkaða ákvörðun um að taka 27 klst rútur alla leið í einum rikk sem endaði sem 30 klst. Tókum fyrst venjulega rútu í 4 klst til Vientaine höfuðborgar Laos þar var okkur hent úr í einhverri götu sem var ekki rútustöð og sagt að bíða. korteri síðar kom tuk tuk (nokkurskonar bekkjarbíll) og okkur ásamt 13 öðrum var troðið í bílinn ásamt öllum bakpokunum. Enduðum á að vera í honum í ca hálftíma og enduðum þá loksins á rútustöð. Þar tók á móti okkur hrikalega dónalegt og ókurteist starfsfólk sem var öskrandi og ítandi fólki til og frá. Öllu hvítu fólki var svo troðið aftast í rútuna (þar sem þvaglyktin er, verstu sætin og mesti hristingurinn. Þar var öskrað hressilega á okkur til að við myndum setjast í sætin/svefnbekkina. Við enduðum aftast við klósettið þar sem voru 3 sæti hlið við hlið sem myndaði nokkurskonar rúm. Þar eyddum við næstu 26 klst með breta :) sem var sem betur fer mjög skemmtilegur og almennilegur. Reyndar voru allir sem voru þarna aftast mjög skemmtilegt fólk þannig við gátum spjallað á milli þess sem fólk reyndi að sofa. Að komast yfir landamærin var martröð og allir vægast sagt dónalegir og óhjálpsamir. Endaði á að taka 2 klst og við fengum ekki að fara inn í rútuna á meðan. (Bara heimamenn) við útlendingarnir vorum látin labba um 1-2 km á milli landanna og standa úti þangað til rétt fyrir brottför. Það voru tvö matarstopp og í bæði skiptin voru það hrísgrjón og vont kjöt sem var á boðstólnum. Við náðum þó að sofa nokkra klst í senn nokkrum sinnum í feðrinni en við getum ekki sagt að við mælum með svona ferðalagi fyrir nokkurn mann. Það eina jákvæða var allt skemmtilega fólkið sem við hittum og rútumiðinn alla leið kostaði bara 3900kr a mann. Þannig við spöruðum hellingspening og ætlum að láta sauma á okkur föt hérna í Víetnam fyrir það :)

Gengið yfir landamærin frá Laos til Víetnam. Frekar þreytt þarna kl 7 um morgun og enn 12 tímar eftir.

Úff þarna vorum við í 26 klst. Ég var geymd í horninu. Náði bara að liggja :S

Flestir höfðu smá privacy :)

Hafði í það minsta tíma til að lesa Lonely planet og skipuleggja Víetnam :) Þarna var ég orðin of þreytt á að liggja og sat við fæturnar á Gumma. Skil ekki hvernig við höfðum þetta af..

Þegar við vorum loksins komin til Hanoi tóku við óþolandi leigubílstjórar að reyna að fá að skutla okkur á hótelið. Enduðum á að nenna ekki að tala við þá lengur, völdum þann sem okkur leyst best á og borguðum honum alltof mikið á asískum mælikvarða fyrir farið. Þegar við svo komum á hostelið sem við vorum búin að bóka sögðu þau okkur að þau væri búin að fylla hosteli og yrðu að færa okkur á hótel 1 km frá.. Get ekki sagt að það hafi verið hressandi fréttir þegar maður er búin að vera á ferðalagi í yfir 30 klst. Þau enduðu á að gefa okkur kalt vant og bjóða okkur upp á hitt og þetta meðan við biðum eftir taxanum. (held þau hafi fundið hvað við vorum þreytt, svöng og pirruð). Þetta endaði svo á að vera lán i óláni því við enduðum á þvílíkt fínu hóteli, því flottasta sem við höfum veirð á með bestu sturtu sem við höfum á ævinni notað. Sem er góð tilbreyting frá köldum sprænusturtum sem við höfum að mestu notað í 2 mánuði. En jæja áfram með söguna. Þegar við vorum búin að henda dótinu okkar upp á herbergi og orðin vægast sagt glorhungruð ákvaðum við að fara út að finna einhvern veitingastað því klukkan var orðin of margt til að panta pizzu. Það byrjaði með því að við festumst í lyftunni, Gummi hetja náði einhvernvegin að opna hana og við gátu hoppað á hæðina fyrir neðan. Jæja loksins gátum við farið á einhvern veitingastað.  Nei allstaðar var búið að loka og klukkan var rétt rúmlega 9. Enduðum loksins á að finna einhvern kjúklingastað. Fengum hrikalega vonda kjúklingaborgra með 6 frönskum :( Það var samt betra en ekkert. Löbbuðum svo dauðuppgefin upp á hótel og fórum að sofa.

Dagurinn í dag fór svo að mestu í afslöppun og að plana næstu daga. Pöntuðum okkur 3 daga ferð til Halong Bay. Gistum fyrri nóttina í bátnum og seinni á hóteli á Catba island. Förum þangað í fyrramálið. Komum svo tilbaka til Hanoi og ætlum sama kvöld að taka næturrútu í 14 klst til Hoi An sem er fyrir miðju Vietnam.
Við erum svo alltaf að breyta plönunum. Ætlum að hætta við Cambodiu og stoppa í staðin í Singapore og vera lengur á Bali og eyjunum þar í kring :) Síðan komum við möguleika soldið fyrr heim :) ca 7 Júní :D En þetta eru allt óstaðfestar fréttir erum ekki enn búin að breyta flugunum :)

Enn og aftur knús heim á klakann :)

Fært undir Óflokkað. 5 ummæli »

Thailand: Phuket, Hua Hin, Bangkok :)

Hæ elsku þolinmóða fólk fyrir utan Guðlaugu Ingvarsd ástkæru móður mína :)
Við fórum frekar skyndilega frá Kína eftir að hafa skoðaða Beijing og Shanghai. Hefðum þurft að bíða lengur í SHanghai og taka svo 18 klst lest til Hong Kong til þess að stoppa þar í nokkra daga. Þannig eftir að hafa skoðað 113 flug og lestaráætlanir ákváðum við að fljúga til Phuket í Suður Thailandi í gegnum Kuala Lumpur í Malasýu.  Við vorum ánægð með þessa daga í Kína og vorum fegin að komast í hlýrra loftslag í Thailandi :) Hong Kong verður bara skoðuð síðar :) Þegar við förum aftur á Kínamúrinn en það er eitt af því magnaðasta sem við höfum gert :)

Paramynd á múrnum :)

Shanghai :)
Eftir Afríku og Kína vorum við eiginlega bara alveg búin á því. Hljómar kannski undarlega að fólk sem er í fríi og bara á ferðalagi sé þreytt. En það var stíft prógramm þessar vikur á undann þannig afslöppun á Phuket var kærkomin :) Veðrið var ekki alveg nógu gott. Skýjað og rigning á köflum en sól þess á milli sem við nýttum :) Vorum á ágætis Hóteli rétt hjá ströndinni með sundlaug ( sem var reyndar á milli hárra bygginga = ekki hægt að sóla sig þar). Sem var allt í góðu því þegar maður er svona lengi úti er maður ekki að hugsa útí ef maður missir af nokkrum klst af sól eins og í 10 daga ferðum hehe. Það var einnig líkamsrækt og sauna á hótelinu þannig þetta var fínasti staður fyrir afslöppun. Hvað varðar staðinn sjálfan, Patong Beach á Phuket þá er hún full busy fyrir okkar smekk. Svona Benidorm fílingur.
Eftir nokkra daga í afslöppun ákváðum við að halda áfram að túristast og fórum í dagsferð til Phi Phi eyja á speed boat. Kvöldið áður horfðum við á The Beach með Leonardo DiCaprio því hún er tekin á þessum eyjum. Það var rosalega gaman að koma þarna og þetta var mjög fallegt en það var full mikið af öðrum túristum að þvælast þarna sama dag og við :) í þessari dagsferð komum við einnig við á Monkey Beach þar sem voru fullt af sætum öpum og svo snorkluðum við líka sem var eiginlega hápunktur dagsins :) Rosalega gaman að synda með allskonar fiskum :) og í eitt skiptið voru fullt af litlum fiskum að synda í kringum okkur og á okkur. (Það KITLAÐI :) )

Á Mayja Beach :)

Við neyddumst svo til þess að fara að ákveða hvar næsta stopp yrði og ákváðum að fara á aðra strönd :) í aðeins meiri afslöppun :) Hua Hin varð fyrir valinu við tókum rútu þangað sem tók 11 klst. Héldum reyndar að við værum farin framhjá því rútan var klst á eftir áætlun. En höfum komist að því að eins og í Afríku eru Asískar tímasetningar voðalega mikið ca og u.þ.b. Við áttum ekki pantaða gistingu í Hua Hin en vorum búin að skoða hótel sem okkur leyst vel á. Tókum taxa þangað kl 01:30 um nóttina þegar við komum og fengum herbergi :)    Sundlaugin þar var svo næs og glampandi sól alla dagana þannig við enduðum á að vera þar í 5 daga :)

Besta vinkona okkar í Hua Hin :)
Eftir nógu mikla afslöppun og tan var ferðinni haldið til Bangkok. Vorum þar í 2 nætur. Við sáum ekki mjög mikið af borginni en það sem við sáum var ekkert að heilla okkur mikið. Ágætis stopp þó. Vorum á hóteli á Khaosan Road þar sem allt fjörið er og kíktum í Grand Palace. (Forbidden City í Beijing á klárlega vinninginn). Til þess að skoða Grand Palace þarf að fylgja ströngum fyrimælum um klæðaburð ég var í síðbuxum og með peysu í bakpokanum og slapp við að fá lánuð forljót en fyndin föt. Gummi þurfti hinsvegar að fá lánaðar síðbuxur og var að sjálfsöðgu hrikalega ánægður með það hehe.

VIð tókum næturlest frá Bangkok til CHiang Mai í N-THailandi í nótt og komum hingað 2 klst á eftir áætlun kl 10 í morgun :) Sváfum ekki mikið í lestinni því hún vaggaði álíka mikið og bátur (ok smá ýktjur) og ljósin voru kveikt alla nóttina :( En ágætisferð engu að síður.

Næturlestin

Kósý :)

Hér ætlum við að bralla ýmislegt skemmtilegt. Það er fáránlega mikið í boði hérna. En það sem okkur langar mest að gera er ferð í regnskóg, Tiger Kingdom og eyða degi með fílum :) Segjum ykkur frá því öllu síðar :)
VIð erum ekki alveg búin að ákveða hvað við verðum hér lengi en líklega út vikuna. Næst á dagskrá er svo Laos og á eftir Laos verður það annað hvort Cambodia og svo upp Vietnam eða niður Víetnam og svo Cambodia. SKýrist allt a næstu dögum. Hér eru allar ákvarðanir teknar seint og allar/flestar ákvarðanir snúast um að leysa lúxusvandamál eins og hvað á að vera lengi á hverjum stað og hvað á að panta sér að borða :)
Thailand er kannski ekki að heilla okkur alveg jafn mikið og við áttum von á en það er samt voðalega notalegt að vera hérna :) Og nokkuð notalegt fyrir budduna líka.
VIð sendum enn og aftur saknaðarkveðjur heim. VIð erum búin að vera úti núna í 2 mánuði og eigum 3 mán eftir :)

P.s komnar inn myndir frá Kenýa, Tanzaníu, Kína og fleiri Thailandsmyndir facebookið mitt (Berglindar)

Fært undir Óflokkað. 8 ummæli »

Kína: Beijing og Shanghai :D

Hæ allir sem eru enn að lesa :) Þá er komið að því að segja ykkur hvað við erum búin að vera að bralla í Kína :)

Við lentum í Beijing seinni partinn á fimmtudag í síðustu viku og færðum klukkuna fram um 6 klst og hitamælirinn fór niður um ca 30 gráður. Við ákváðum að borða kvöldmatinn Mc Donalds á flugvellinum áður en við tækjum leigubíl á hostelið. Vorum sem betur fer eftir ábendingar frá góðu fólki með heimilisfangið á hostelinu skrifað hjá okkur á kínversku. Þannig ferðin gekk ágætlega. Fyrsta kvöldið gerðum við ekkert nema að koma okkur fyrir og slaka á. sofnuðum snemma og vöknuðum svo aftur um miðnætti og sofnuðum svo ekki aftur fyrren um kl 2. Sem þýddu að næsta dag vöknuðum við ekki fyrren um hádegi :S EFtir að við dröttuðumst loksins á fætur nýttum við daginn vel :) eyddum deginum á Tian Men Square og Forbidden CIty. Forbidden City eru hallir/hús þar sem keisararnir bjuggu, allt rosalega flott og það er talið að herbergin séu samtals 9999. Mjög áhugavert og við tókum fullt af myndum sem koma vonandi á netið von bráðar :)

Næsta dag var komið að aðalstundinni og meginástæðunni fyrir því að við höfðum Kína með í ferðaplaninu: KÍNAMÚRINN :D :D Vöknuðum eldsnemma , fengum okkur morgunmat og fórum svo með rútu í einn og hálfan tíma að Mtayani (held að það sé skrifað svona). Tókum skíðlyftu upp á múrinn (já hann er hátt uppi og við vildum ekki klára alla orkuna við það að labba upp). Síðan tók við 8km ganga upp og niður múrinn þar sem voru teknar einhverjar hundruðir mynda. Og gott fólk þetta mannvirki er MAGNAÐ. Það er ótrúlegt að fólk hafi byggt þennan múr sem er 7300km :O með ljósvita á 2,5 km fresti, turna á 5 km fresti, virki á 15 km fresti og kastala á 50 km fresti. Meginástæðan fyrir múrnum var til að verjast árásum Mongóla og Tyrkja á Kína. Á 8 ára tímabili var byggt 1,5 km við múrinn á hverjum degi og það gefur augaleið að við það þurfti mörg þúsund þræla. Það er allt útpælt, neðstu steinarnir eru mjög hrjúfir og auðvelt að skera sig á ef maður reynir að klifra þar upp og efstu steinarnir verða mjög sleipir í bleytu. Múrinn er að meðaltali 8 metra hár og 6 metra breiður. Að labba múrinn er ekki auðvelt hann er byggður yfir fjallgarða þannig hann liggur upp og niður :) En það var ekki nema um 4 stiga hiti þannig það hentaði okkur vel til þess að puða í :) Allavega klárlega einn af toppdögunum í þessari ferð hingað til og við erum enn og aftur spennt að sýna ykkur myndir :) Um kvöldið fórum við aftur á Tian Men Square til þess að sjá það í myrkri en við fengum ekki að fara inn á torgið sjálf því það var verið að undirbúa eitthvað.

Síðsta daginn í Beijing fórum við í dýragarðinn. (veit nýkomin frá Afríku og Berglind þolir ekki dýragarða) en ástæðan var Pandabirnir :) Rosalega gaman að sjá þá og þeir eru mestu hnoðarar sem við höfum séð :) Um kvöldið var svo komið að því að taka næturlest til Shanghai. Það var allt upppantað í 6 manna klefa þannig við vorum í 4 manna klefa, með eldgömlum kínverskum manni með nokkur 10cm löng hár á hökunni :S og allskonar misskemmtileg búkhljóð og Kínverskum strák. Við vorum í efri kojunum og sváfum mest alla ferðina sem tók um 12 klst. Síðan tókum við taxa á hostelið og vorum aftur með heimilisfangið á kínversku en það dugði ekki til. Fyrst ætlaði bílstjórinn að henda okkur úr á kolvitlausum stað. Við sýndum henni aftur heimilisfangið og hún slökkti á teljaranum, gleymdi að kveikja aftur og keyrði okkur ca á réttan stað þar giskaði hún á verðið (sem var örugglega alltof lágt) og við eltum skiltin að hostelinu.
Þegar við vorum komin þangað ætluðum við að nota sömu taktík og láta þau bóka fyrir okkur næturlest til Hong Kong. Það var ekki hægt við þurftum að fara á lestarstöðina og gera það sjálf. Áður en við fórum af stað ákváum við að lesa aðeins um þetta á netinu. Komumst að því að það fer einungis ein lest á 2 daga fresti til Hong Kong. Og hún er oftast uppbókuð nokkrum dögum fyrr :S. Þannig við þurftum að hugsa hratt og taka ákvörðun um næstu skref. Enduðum á því að afbóka seinni nóttina okkar í Shanghai og panta flug til Thailands. Ætluðum að bóka til Bangkok en það var ódýrara að fljúga til Phuket í SUður Thailandi með smá stoppi í Malasyu. Þannig við leggjum í hann til Thailands með næturflugi í kvöld. og sleppum þar af leiðandi Hong Kong.

Shanghai er mjög flott þegar það er myrkur, allar háu byggingarnar vel upplýstar og skylti utum allt :) Tókum enn og aftur slatta af myndum :)
Jæja þurfum að koma okkur á lestarstöðina og taka hraðlest í klst til þess að komast á flugvöllinn. Því við pöntuðum með lággjaldaflugfélagi og erum þar af leiðandi á flugvelli lengst í burtu.

Næstu fréttir verða frá Phuket :)

Knús heim :*

Berglind og Gummi.

Botswana - Zimbabwe

Úps aðeins of langt síðan það kom blogg en vonandi verður okkur fyrirgefið og þið ekki búin að gefast upp á að kíkja á síðuna :)

Eins og við sögðum ykkur frá síðast þá fórum við til Botswana í safari á afmælisdeginum hans Gumma. Eftir landamærin fórum við á tjaldsvæði þar sem við gátum slakað aðeins á í sundlauginni og haft það gott :) Gummi fór síðan í klippingu hjá einni stelpu sem var með okkur í ferðinni. Hún ert btw ekki hárgreiðslukona en vön að klippa fyrrverandi kærasta og hundinn sinn :O Traustvekjandi :) og einu skærin voru til taks voru svona grunnskólaskæri (þið munið með mismunandi lituðu handfangi :) ) Þótt ótrúlegt sé þá tókst þetta rosalega vel hjá henni og það var eiginlega ekki að sjá að hann hefði ekki verið á hárgreiðslustofu í klippingu :) Þannig klippingarmálum er reddað þangað til næst :) Gott að vera bara stelpa með sítt hár og þurfa ekki að spá í þessu :) Jæja þegar búið var að klippa afmælisprinsinn var haldið í Safari í Chobe national park. VIð vorum öll saman í svona opnum safari bíl með bekkjum. Það sem var skemmtilegast að sjá voru fílarnir sem komu alveg að bílnum og aparnir. Sáum mikið af öpum en í uppáhaldi voru litlu apabörnin sem voru að leika sér. (Gerist varla krúttlegra, setjum inn myndir og myndband af því við fyrsta tækifæri)
Allir voru voða kátir og bíllin bara alveg ágætur þangað til það fór að…………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………. RIGNA og rigning þarna úti er ekki bara rigning heldur eins og helt sé úr fötu. Sem þýddi það að þegar við vorum komin á tjaldsvæðið (sem var btw bara í miðjum garðinum, ekki tjaldsvæði heldur var bara tjaldað þar) þá var ekki þurr þráður á neinum og við fengum bara að taka einn lítinn bakpoka með okkur í´bílinn þannig það var ekki mikið um föt til skiptana. Svo til þess að toppa allt þá var búið að tjalda fyrir okkur áður en við komum en ekki búið að setja himininn yfir tjöldin þannig þau voru rennblaut að innan. Svo við gerum langa sögu stutta þá var bara kveiktur eldur og reynt að þurrka fötin eins og hægt var og tjaldið þurrkað að innan með litlu handklæði og klósettpappír og gert gott úr hlutunum :) Eftir matinn bauð afmælisbarnið upp á á drykki og við sátum öll við varðeld og höfðum það gott. Þegar við sátum þarna úti heyrðum við í ljónum og fleiri dýrum í kringum okkur og það er ekki annað en hægt að viðurkenna að það var soldið ógnvekjandi. VIð fórum svo að sofa um miðnætti (tók soldin tíma að sofna). En vöknuðum við fíla fyrir utan tjöldin kl 3 um nóttina. JÁ FÍLA!! Maður heyrir ekki í þeim labba því þeir eru með svo mjúkar fætur þannig þessir hlunkar geta labbað um án þess að nokkur verði þeirra var. EN þeir voru eitthvað pirraðir þannig þeir voru að gefa frá sér hljóð og svo heyrðum við líka í þeim garnahljóð og prump :) Reglan í svona útilegum er bara að halda sig inn í tjaldi þegar dýr koma að og reyna að gefa ekki frá sér hljóð. Þannig við láum eins og frosin í svona klst áður en við náðum að sofna aftur :) Ekki beint afslappandi en gaman að hafa upplifað þetta :)

Morguninn eftir keyrðum við svo meira um garðinn en sáum í raun ekkert sem við vorum ekki búin að sjá áður. Um hádegi fórum við svo yfir landamærin til Zimbabwe (Victora Falls) Þar vorum við í 4 daga. Fórum í rafting, kvöldsiglingu, þyrluflug og löbbuðum að fossunum ásamt almennri afslöppun við sundlaug :) Einnig gistum við í rúmi 3 nætur af 4 þar sem var mjög ljúft eftir 3 vikur í tjaldi :)

Sjálfir Victoriu fossarnir eru eitt það magnaðast sem við höfum séð. fossarnir eru 100m háir og 1,7km að lengd. Lætin og úðinn sem kemur frá þeim gerir þetta allt svo enn magnaðara. VIð vorum allavega orðlaus og vonum að myndirnar sem við tókum sýni að einhverju leyti það sem vorum að upplifa. Þannig síðustu dagarnir í Afríku voru rosalega góðir og fossarnir það magnaðasta sem við sáum í þeirri heimsálfu ásamt að sjálfsögðu öllum dýrunum :) Það var auðvitað leiðinlegt að kveðja hópinn en við erum búin að skipuleggja ca 10 manna hitting þegar við komum til Sydney í maí :) og svo ætla náttúrulega allir að koma til Íslands einn daginn :) Sjáum til hversu margir koma á endanum :)

VIð enduðum á því að fljúga frá Zimbabwe til Jo.burgar í S-Afríku þar sem við vorum í eina nótt. Ákváðum að fara fínt útað borða (aðeins yfir budget þann daginn) En það var alveg þess virði. Hlaðborð með fullt af forréttum, aðalrétttum og eftirréttum :)
Daginn eftir tók svo við 10 tíma flug til Singapore. FLugið var ótrúlega fljótt að líða þótt við höfum ekki náð að sofa mikið. Við vorum með 3 sæti í Singapore airlines flugvél þar sem öll þjónusta og afþreyjing er óaðfinnanleg :) Það var meiraðsegja hægt að spila Super Mario Bros :) sem gerði litla lúðann Berglindi yfir sig hamingjusaman og náði að drepa amk 2 tíma :) Náðum líka að tjékka okkur og töskurnar inn alla leið þannig 2 tíma biðin í SIngapore var bara afslappandi :) og við sváfum svo allt flugið til Kína sem tók 6 tíma :) Gummi lá í 4 sætum og ég í 2 :) Þannig þessi langi ferðadagur sem okkur var búið að kvíða smá fyrir varð á endanum ekkert mál :)

Eina sem var ömurlegt við þetta ferðalag var að flakkarnum okkar var rænt :( við vorum lúðar og í husunarleysi höfðum við hann í stóra bakpokanum :( Þannig einhver flugvallarstarfsmaður er einum flakkara ríkari með fullt af áhugaverðu sjónvarpsefni og öllum myndunum okkar :( (erum samt líka með myndirnar í tölvunni þannig við verðum að kaupa annan flakkara sem fyrst til þess að hafa backup af myndunum)

Staðan núna er sú að við erum stödd í Beijing í 4 stiga hita (þannig þið getið hætt að öfunda okkur af heitu loftslagi í bili :) Hér erum við búin að gera margt áhugavert sem við segjum ykkur frá í næsta bloggi sem við reynum að skrifa í næturlestinni til Shanghai á morgun :)

Þangað til þá, knús og kossar

Berglind og Gummi.

p.s það er ekkert facebook í Kínalandi þannig ég held að við getum ekki sett myndir inn á bloggið en við reynum að finna útúr því :)

p.s aftur: allir að vera með kveikt á skype þvi við erum á frekar góðum wifi tengingum þessa dagana :) en hafið í huga að við erum 8 klst á undann :/

Fært undir Óflokkað. 6 ummæli »

On The Road

Sælir lesendur góðir.. Þá er Overland ferðin okkar frá Nairobi til Zimbabwe alveg að verða búin. Ótrúlegt að það séu að verða 3 vikur síðan við lögðum í hann frá Kenýa til Tanzaníu.
Síðan síðast eru við búin að keyra í gegnum Malawi, stoppuðum þar á tveimur tjaldsvæðum  í 2 nætur á hvoru, bæði á ströndinni við Lake Malawi. Mjög notalegir afslöppunardagar þar eina sem reyndi á var að við leigðum okkur Kanó og rérum úti litla eyju í vatninu. Ætli það hafi samt ekki reynt meira á andlegu hliðina og samskiptin heldur en það líkamlega því við vorum tvö í einum Kanó sem var sá valtasti sem sögur fara af :) og við fórum bæði í vatnið sem við ætluðum ekki að gera vegna þess að í vatninu eru einhverskonar sníkjudýr, en við erum búin að kaupa okkur lyf sem við tökum eftir 6 vikur sem drepa þau ef þau hafa tekið sér búsetu í okkur :/ Í Malawi var líka haldið furðufatapartý þar sem við drógum miða með nafni og keyptum fáránlega föt á einstaklinginn. Það var gerð Bolla, farið í limbó keppni (sem Berglind vann :) ) Ferlega skemmtilegt kvöld :)

Eftir Malawi lá leiðin til Zambiu. Fyrstu nóttina þar gistum við á frekar lélegu tjaldsvæði þar sem var búið að rigna slatta og allt var í moldardrullu. en nótt nr 2 var á mjög flottu tjaldsvæði í höfuðborg Zambiu (Lusaka). þar sem reydar rigndi líka en það er bara hressandi, gott að fá ferskt og kalt loft :) En aftur á móti leiðinlegt að taka niður tjaldið í rigningu  kl 5 í morgun en Íslensku víkingarnir rumpuðu því af á mettíma :) Það er búið að vera skemmtilegt að vera í Zambiu því þeir unnu Afríkubikarinn í fótbolta daginn áður en við komum þangað og því mikil gleði  :) Núna erum við komin til Livingstone í Zambiu og veðrum hér þangað til í fyrramálið. Við erum á tjaldstæði alveg við Zambezi ána og getum séð Victoriu fossana í fjarska :) Við förum samt ekki alveg að fossunum fyrren á föstudaginn þegar við verðum komin Zimbabwe megin við því það er víst mikið fallegra og við erum að spara og því varð Zimbawe fyrir valinu :) Getum ekki beðið eftir að sjá eitt af þessum 7 undrum veraldar :)

Á morgun á afmælisdegi “Iceland” (eins og hann er kallaður hér) förum við svo til Botswana í safari í Chobe national park. Þar munum við gista í tjöldunum umkringd villtum dýrum :D Frekar spennandi :) Á föstudaginn er það svo Vicoria Falls, gistum síðustu nóttina i tjaldinu þar aðfarnótt laugardags. Ferðin er svo formlega búin eftir morgunmat á laugardaginn. En þá förum við á hostel í 3 nætur þar sem planið er að njóta þess að sofa í rúmi, liggja í sundlauginni (krossum putta að við fáum gott veður), fara í rafting og labba um bæinn og njóta síðustu dagana í Afríku. Við fljúgum svo  yfir til Jóhannesborgar í S-Afríku á þriðjudaginn í næstu viku og verðum þar í eina nótt áður en við fljúgum til KÍNA í gegnum Singapore á miðvikudagskvöld. Þannig eftir eina viku verðum við á leið til Beijing :) og lendum þar seinni partinn á fimmtudag að staðartíma. Og ætli Kínamúrinn verði ekki skoðaður á föstudag eða laugardag í næstu viku :) Fáránlega spennandi allt saman og smá óraunverulegt að við verðum stödd í Kína í næstu viku :)
Nokkrir punktar um að vera að ferðast í overland trukki um Afríku

- Vakna á mjög óskikkanlegum tíma ca 4:30 pakka saman tjaldinu fyrir morgunmat sem er oftast um kl 5:15, síðan er trukknum pakkað saman og lagt af stað kl 6. Stundum er þó lagt af stað enn fyrr. Þannig það er mjög jákvætt að vera A manneskja.
- Þegar við erum komin í trukkin er alltaf lagið on the road again spilað sem skapar ákveðna stemmningu :)
- Síðan er reynt að koma sér fyrir til þess að fara að sofa aftur. Ýmist legið á gólfi eða sætum :) allstaðar liggur fólk að reyna að hafa það eins gott og mögulegt er.


- Vegir í Afríku eru ekki góðir þannig það er líka jákvætt að vera ekki bílveikur.
- Næst á dagskrá er að halda í sér því það er ekki pissustopp nema á ca 3 tíma fresti. Og oftast er það bara útí í guðsgrænni náttúrunni sem er líka mun skárra því ef við hittum klósett er það oftast hola í jörðinni með yfirþyrmandi þvaglykt.
- Um hádegi er svo stoppað og allir hjálpast að við setja upp borðin fyrir kokkin, skera grænmeti og ávexti, henda út tjaldstólunum og drífa í að fá sér að borða áður en við höldum áfram að keyra. (oftast ca 30 min stopp). EF einhver er að ímynda sér að við sitjum við borð þegar við borðum þá er það misskilngingur, við sitjum á tjaldstólum með diskinn í fanginu :)
- Eftir hádegi eru oftast flestir búnir að sofa nóg þannig þá er farið að spila eitthvað spennandi t,d UNO :) og að spila í trukknum getur krafist smá hugmyndaflugs þannig að allir komist að (oftast standa einhverjir :)
- Oftast erum við að koma á nýtt tjaldsvæði seinni partinn og þá er tjöldunum hent upp og kvöldmatur undirbúin. Farið í sturtu sem eru stundum heitar og stundum allsekki og stundum hefur maður ekki lyst á að fara úr skónum og stundum eru flísar og kósý. Síðan er ofast er farið beint á barinn og bjórinn prófaður :)
-  Ef það er rólegt kvöld erum við að fara að sofa um kl 21 annars seinna ef það er fjör á liðinu.
- Það er ekki mikið um skordýr i tjaldinu stundum nokkrir maurar sem við drepum áður en við förum að sofa en fyrir utan eru allskonar dýr í kring. T,d apar, eðlur, og allskonar misógeðsleg skordýr. Í gær voru Gírafar, gasellur og buffalóar í kringum tjaldsvæðið og núna megum við ekki fara labbandi útaf tjaldsvæðinu því það eru fílar um allt :)
- Stunum er internet á tjaldsvæðunum en það er oftast mjög slow, mjög dýrt og ekki hægt að nota skype. Þannig í 5 vikur er ég (Berglind) búin að tala við pabba x2 og mömmu x1 sem hefur ekki gerst síðan ég lærði að tala. En þetta er allt til bóta :) Við verðum með Wifi í S-Afríku og líklega í Kína líka (en þar er þó ekkert Facebook). Þannig það er skypedate við alla eftir nokkra daga :)
- Annars er Afríka frekar erfið yfirferðar, margt átakanlegt að sjá og það þarf að venjast aðstæðum sem maður er ekki vanur og lúxusinn enginn. EN fyrir utan það er þetta algjört æði. VIð vorum líka ótrúlega heppin með crú og ferðafélaga. Við hittum oft aðra trukka og það í þeim eru ofast um 10 manns. VIð erum 21 og allir ótrúega hressir og skemmtilegir :)

(Veit ekki afhvejru þetta er allt í belg og biðu, get ekki laga það :(

Myndir á http://www.facebook.com/media/set/?set=a.10151294112270366.809162.824710365&type=3

Vonandi verður næsta blogg frá Vic Falls :)
Sendum risastórt knús heim til allra :*
Berglind og Gummi.

Fært undir Óflokkað. 6 ummæli »

Tanzania :)

Tanzania
Jæja elskur þá eru bara allt í einu liðnar 4 vikur af ferðinni fáránlegt hvað tíminn flýgur áfram :) Í dag vorum við að kveðja Tanzaniu og erum komin til Malawi.

Tanzania var að okkar mati örlítið þróaðari heldur en Kenýa. Komumst meirað segja 2 x á Wifi net :) En vorum bara með tölvuna i eitt skiptið við náðum þá að hringja 2 símtöl í netsímanum. Í hitt skiptið vorum við á skemmtistað en vorum með Ipodinn með okkur og gátum tekið tvö örstutt skype samtöl í miklum hávaða. Þannig það er ekki hægt að segja að samskiptin heim séu búin að vera mikil :) en þetta er allt til bóta :) . Styttist óðum í Asíuna. Ekki nema 2 vikur í Kína :-O

Fyrsta stopp í Tanzaniu var á tjaldstæði rétt fyri utan Arusha. þaðan fór allur hópurinn nema við og ein önnur stelpa í 2 daga safari í Serengeti og Ngorogoro Crater. Við ákváðum að sleppa því því það hefði kostað okkur auka 100 þúsund samtals. EN þau sáu ljón drepa og éta buffalo þannig við vorum frekar svekkt að hafa ekki farið :( en fyrir utan það sáu þau bara það sama og við í Masai Mara nokkrum dögum fyrr. Farastjórinn okkar er búin að vinna hérna í 3 ár og hefur farið ca 20 sinnum í Serengeti en aldrei séð dráp hún varð mjög svekkt því hún ákvað í þetta skiptið að fara ekki þvi hún er að þjálfa annan fararstjóra sem fór með hópnum. Þannig hópurinn var hrikalega heppin :) En á meðan þau voru í görðunum vorun við bara í rólegheitum í Arusha að venjast tjöldunum og þvo þvott. Við erum btw búin að vera í Afríku í 4 vikur og aldrei notað þvottavél þannig hvítu fötin okkar eru ekkert svo hvít lengur því Afríka er SKÍTUG sorry orðbragðið en hér er allt í ryki og drullu :( Þannig það verður spennandi að hitta þvottavél næst. Ætli það verði ekki eftir 2 vikur :-O

Eftir Arusha var haldið suður til Dar es Salaam sem eru 700 km. sem þýðir: Afríksir vegir + Afrísk umferð + trukkur sem er haldið við í Afríku + nokkur pissustopp hvert í mesta lagi 10 min = 14 klst. Þannig við vorum frekar lúin þegar við vorum komin á leiðarenda. Á leiðinni var margt fallegt að sjá því landslagið er rosalega fallegt og allt miklu grænna en í Kenýa. Það sem var samt fallegast og merkilegast var Mt. Kilimanjaro hæsta fjall Afríku 5895m hátt og algjörlega maganað að sjá.

Eftir eina nótt í Dar var haldið til Zanzibar sem er algjörlega það fallegasta sem við höfum séð. Stone town höfuðborg Zanzibar er mjög fallegur. Þar fórum við í skoðunarferð um borgina og einnig í spice tour þar sem við skoðuðum og smökkuðum ýmsar plöntur og ávexti (t,d kanil, síttrónugras, ber sem varalitur er gerður úr, kaffibaunir og margt margt fleira). Um kvöldið fórum við svo á sjávarréttamarkað að borða. Bara útimarkaður þar sem allir keppast um að selja þér sinn mat. Enduðum á að fá okkur geðveikar Zanzibar humarpizzur. Eftir eina nótt í Stone Town var haldið á ströndinni þar sem er ólýsanlega tær og blár sjór. Náðum góðum myndum en margfaldið fegurðina með 10 og þá getið þið ca ímyndað ykku fegurðina. Algjör paradís lítið af fólki og þvílíkt friðsælt. í stuttu máli var Zanzibar: Sólbað, sund í sjónum, Beach party og, útað borða og hanga með og djamma með hrikalega skemmtilegu fólki sem við erum með í Trukknum. Algjörlega ógleymanlegir 4 dagar.

Eftir Zanzibar var ein nótt í í Dar es Salam áður en við fórum að fikra okkur í átt til Malawi. Gistum síðustu nóttina í Tanzaniu í 1600 metra hæð. Á leiðinni byrjaði úrhellisrigning og það ringdi enn þegar við komum á tjaldstæðið þannig við ákváðum að upgrade-a og leigðum okkur hrikalega kósý kofa :) Það kvöld og þá nótt fengum við loksins hitastig sem hentar okkur vel og vegna rigningarinnar var ekkert ryk :) Þannig það var bara ferskt loft og hamingja, kannski smá heimþrá hehe. Já og ekki má gleyma sváfum í fyrsta skiptið í 4 vikur með sæng og það var KÓSÝ :D
Í dag var fórum við svo yfir landamærin og vorum komin seinni partinn til Lake Malawi. Verðum í 2 nætur á þessu tjaldsvæði hér og förum svo 250 km sunnar og gistum þar 2 nætur áður en við förum til Zambiu á mánudaginn.

Annars er bara eins og þið heyrið allt frábært að frétta :) Hópurinn sem við erum með er allur á svipuðum aldri og við. Fararstjórinn er Áströlsk og er jafn gömul Gumma. Hún er búin að vera á vegunum í Afríku í 3 ár og er búin að fá nóg þannig þetta er síðasta ferðin hennar og því eru nokkrir vinir hennar með í ferðinni sem eru alveg hrikalega hress :) þannig við gætum ekki veirð heppnari bæði með fararstjóra og hóp. Hún (Amy) er algjörlega með allt á tæru og frá degi eitt höfum við treyst henni 100%. vIð erum einnig búin að kynnast fólki héðan og þaðan og erum búin að plana hitting í Sydney í maí :)

Jæja þetta er orðið gott í bili. Verður vonandi ekki jafn langt í næsta blogg. Ætlum einnig að reyna að koma einhvejrun myndum inn sem fyrst :) En í Afríku er það stórt verkefni :)

Knús frá Malawi :*
Berglind og Gummi.

Fært undir Óflokkað. 6 ummæli »