Botswana - Zimbabwe

Úps aðeins of langt síðan það kom blogg en vonandi verður okkur fyrirgefið og þið ekki búin að gefast upp á að kíkja á síðuna :)

Eins og við sögðum ykkur frá síðast þá fórum við til Botswana í safari á afmælisdeginum hans Gumma. Eftir landamærin fórum við á tjaldsvæði þar sem við gátum slakað aðeins á í sundlauginni og haft það gott :) Gummi fór síðan í klippingu hjá einni stelpu sem var með okkur í ferðinni. Hún ert btw ekki hárgreiðslukona en vön að klippa fyrrverandi kærasta og hundinn sinn :O Traustvekjandi :) og einu skærin voru til taks voru svona grunnskólaskæri (þið munið með mismunandi lituðu handfangi :) ) Þótt ótrúlegt sé þá tókst þetta rosalega vel hjá henni og það var eiginlega ekki að sjá að hann hefði ekki verið á hárgreiðslustofu í klippingu :) Þannig klippingarmálum er reddað þangað til næst :) Gott að vera bara stelpa með sítt hár og þurfa ekki að spá í þessu :) Jæja þegar búið var að klippa afmælisprinsinn var haldið í Safari í Chobe national park. VIð vorum öll saman í svona opnum safari bíl með bekkjum. Það sem var skemmtilegast að sjá voru fílarnir sem komu alveg að bílnum og aparnir. Sáum mikið af öpum en í uppáhaldi voru litlu apabörnin sem voru að leika sér. (Gerist varla krúttlegra, setjum inn myndir og myndband af því við fyrsta tækifæri)
Allir voru voða kátir og bíllin bara alveg ágætur þangað til það fór að…………………………………………………………………………………………………………………………………………………………………. RIGNA og rigning þarna úti er ekki bara rigning heldur eins og helt sé úr fötu. Sem þýddi það að þegar við vorum komin á tjaldsvæðið (sem var btw bara í miðjum garðinum, ekki tjaldsvæði heldur var bara tjaldað þar) þá var ekki þurr þráður á neinum og við fengum bara að taka einn lítinn bakpoka með okkur í´bílinn þannig það var ekki mikið um föt til skiptana. Svo til þess að toppa allt þá var búið að tjalda fyrir okkur áður en við komum en ekki búið að setja himininn yfir tjöldin þannig þau voru rennblaut að innan. Svo við gerum langa sögu stutta þá var bara kveiktur eldur og reynt að þurrka fötin eins og hægt var og tjaldið þurrkað að innan með litlu handklæði og klósettpappír og gert gott úr hlutunum :) Eftir matinn bauð afmælisbarnið upp á á drykki og við sátum öll við varðeld og höfðum það gott. Þegar við sátum þarna úti heyrðum við í ljónum og fleiri dýrum í kringum okkur og það er ekki annað en hægt að viðurkenna að það var soldið ógnvekjandi. VIð fórum svo að sofa um miðnætti (tók soldin tíma að sofna). En vöknuðum við fíla fyrir utan tjöldin kl 3 um nóttina. JÁ FÍLA!! Maður heyrir ekki í þeim labba því þeir eru með svo mjúkar fætur þannig þessir hlunkar geta labbað um án þess að nokkur verði þeirra var. EN þeir voru eitthvað pirraðir þannig þeir voru að gefa frá sér hljóð og svo heyrðum við líka í þeim garnahljóð og prump :) Reglan í svona útilegum er bara að halda sig inn í tjaldi þegar dýr koma að og reyna að gefa ekki frá sér hljóð. Þannig við láum eins og frosin í svona klst áður en við náðum að sofna aftur :) Ekki beint afslappandi en gaman að hafa upplifað þetta :)

Morguninn eftir keyrðum við svo meira um garðinn en sáum í raun ekkert sem við vorum ekki búin að sjá áður. Um hádegi fórum við svo yfir landamærin til Zimbabwe (Victora Falls) Þar vorum við í 4 daga. Fórum í rafting, kvöldsiglingu, þyrluflug og löbbuðum að fossunum ásamt almennri afslöppun við sundlaug :) Einnig gistum við í rúmi 3 nætur af 4 þar sem var mjög ljúft eftir 3 vikur í tjaldi :)

Sjálfir Victoriu fossarnir eru eitt það magnaðast sem við höfum séð. fossarnir eru 100m háir og 1,7km að lengd. Lætin og úðinn sem kemur frá þeim gerir þetta allt svo enn magnaðara. VIð vorum allavega orðlaus og vonum að myndirnar sem við tókum sýni að einhverju leyti það sem vorum að upplifa. Þannig síðustu dagarnir í Afríku voru rosalega góðir og fossarnir það magnaðasta sem við sáum í þeirri heimsálfu ásamt að sjálfsögðu öllum dýrunum :) Það var auðvitað leiðinlegt að kveðja hópinn en við erum búin að skipuleggja ca 10 manna hitting þegar við komum til Sydney í maí :) og svo ætla náttúrulega allir að koma til Íslands einn daginn :) Sjáum til hversu margir koma á endanum :)

VIð enduðum á því að fljúga frá Zimbabwe til Jo.burgar í S-Afríku þar sem við vorum í eina nótt. Ákváðum að fara fínt útað borða (aðeins yfir budget þann daginn) En það var alveg þess virði. Hlaðborð með fullt af forréttum, aðalrétttum og eftirréttum :)
Daginn eftir tók svo við 10 tíma flug til Singapore. FLugið var ótrúlega fljótt að líða þótt við höfum ekki náð að sofa mikið. Við vorum með 3 sæti í Singapore airlines flugvél þar sem öll þjónusta og afþreyjing er óaðfinnanleg :) Það var meiraðsegja hægt að spila Super Mario Bros :) sem gerði litla lúðann Berglindi yfir sig hamingjusaman og náði að drepa amk 2 tíma :) Náðum líka að tjékka okkur og töskurnar inn alla leið þannig 2 tíma biðin í SIngapore var bara afslappandi :) og við sváfum svo allt flugið til Kína sem tók 6 tíma :) Gummi lá í 4 sætum og ég í 2 :) Þannig þessi langi ferðadagur sem okkur var búið að kvíða smá fyrir varð á endanum ekkert mál :)

Eina sem var ömurlegt við þetta ferðalag var að flakkarnum okkar var rænt :( við vorum lúðar og í husunarleysi höfðum við hann í stóra bakpokanum :( Þannig einhver flugvallarstarfsmaður er einum flakkara ríkari með fullt af áhugaverðu sjónvarpsefni og öllum myndunum okkar :( (erum samt líka með myndirnar í tölvunni þannig við verðum að kaupa annan flakkara sem fyrst til þess að hafa backup af myndunum)

Staðan núna er sú að við erum stödd í Beijing í 4 stiga hita (þannig þið getið hætt að öfunda okkur af heitu loftslagi í bili :) Hér erum við búin að gera margt áhugavert sem við segjum ykkur frá í næsta bloggi sem við reynum að skrifa í næturlestinni til Shanghai á morgun :)

Þangað til þá, knús og kossar

Berglind og Gummi.

p.s það er ekkert facebook í Kínalandi þannig ég held að við getum ekki sett myndir inn á bloggið en við reynum að finna útúr því :)

p.s aftur: allir að vera með kveikt á skype þvi við erum á frekar góðum wifi tengingum þessa dagana :) en hafið í huga að við erum 8 klst á undann :/

Fært undir Óflokkað. 6 ummæli »