Sydney - Suður Eyja Nýja Sjálands

Hæ allir :)

Búið að vera svo gaman hjá okkur að það hefur ekki veirð neinn tími til þess að blogga..

Eftir nokkra daga afslöppun á Kuta Beach á Bali (veitti ekki af eftir fjallgönguna) héldum við alla leið til Ástralíu. FLugum í gegnum Singapore en því miður höfðum við bara klukktíma á milli fluga þannig við náðum ekkert að fara í Fifa eða gera eitthvað annað skemmtilegt. Þaðan tók svo við 8 klst flug til Sydney, í stútfullri flugvél og við með miðjusæti og við gangin :( ég fór strax í þunglyndi og hélt við myndum ekkert ná að sofa þessa nóttina. En ferðavönu pésarnir náðu að sofa nánast allan tímann :) Ég náði einungis að horfa á eina bíómynd í ca 3-4 pörtum því ég var alltaf að sofna :) . Myndin minnti mig sérstaklega á eina manneskju og ég vil að hún kommenti hér undir ef hún heldur að myndin minni mig á hana. (Ms. Doubtfire)

Þegar við komum til Sydney fengum við eiginlega menningarsjokk. Þegar við komum útaf flugvellinum var enginn að toga í okkur og bjóða/heimta að hann fengi að skutla okkur á áfangastað. Heldur fórum við bara hljóðlega í leigubílaröð sem tók 3 mínútúr og leigubílstjórinn reyndi ekki að snuða okkur. Heldur var bara yndislega kurteis og vissi um hótelið :)
Reyndar var hitstigið bara 20 gráður og okkur fannst ískalt. Algjört peysuveður. Maður missir semsagt alveg kúlið að vera svona lengi í heitum löndum.

Sydney er ein fallegasta borg sem við höfum komið til og sennilega sú hreinasta líka. Hótelið okkar var líka æðislegt. vorum í stúdíóíbúð og á efstu hæðinni var sundalug, sauna og heitur pottur :) Þannig fyrstu 3 dagarnir fóru bara í það að njóta þess að vera í tandurhreinu umhverfi ekki umvafinn milljón manns :) Við borðuðum Subway með FERSKU grænmeti á hverjum degi og vorum líka sannir túristar og löbbuðum um borgina og kíktum á það helsta :) Á föstudeginum tókum við svo lestina í úthverfi Sydney og vorum yfir helgina hjá vinum okkar sem við kynntumst í Afríku. Gestrisnin sem okkar var sýnd þar er ekki að finna á hverju strái og við erum að vona að þau komi einhverntímann til Íslands svo við getum borgað þeim tilbaka. Þau keyrðu með okkur út fyrir borgina á laugardeginum og á sunnudeginum fórum við í miðbæinn og hittum fleira fólk sem við kynntumst í Afríku :)
Þessi vika í Sydney var algjör draumur og alltof fljót að líða, við fengum smjörþefinn af Ástralíu og við erum harðákveðin að fara þangað einhverntíman aftur.

Eins og síðustu mánuði tóku við ný og spenandi ævintýri á næsta áfangastað. Næsta stopp var Suður eyja Nýja Sjálands. Við byrjuðum á að stoppa í 2 nætur hjá Söru sætu í Christchurch. Skoðuðum okkur um í borginni en eftir skjálftann í fyrra er lítið að sjá nema rústir og niðurrif á húsum :( Hápunktarnir í þeirri heimsókn voru Nintendo tölvan hennar Söru það fóru nokkrar klst í að spila Mario Bros 3 :D Algjör snilld :) og svo eldaði Sara kjúkling, kartöflugratín og góða brúna sósu. Ekta Íslensk máltið og ferðalagnarnir rosalega kátir að fá heimagerðan mat :) (Maður fær leið á því að borða á veitingastöðum). Þúsund þakkir Sara :*
Því næst tókum við rútu til Ashburton og vorum 2 daga og eina nótt hjá vinkonu okkar sem við kynntumst í Afríku. Hún keyrði með okkur bóndabæ foreldra sinna og á rosalega fallega staði, sjá myndir. Einnig fórum við í heita potta og borðuðum geðveikt gott lambakjöt (Loksins). Við bæði búin að bíða síðan í Janúar eftir góðu lambakjöti :) Hún skutlaði okkur svo aftur til Christchurch og við ruddumst aftur inn til Söru í eina nótt. Eins og í Ástralíu var gestrisninn uppá 10 og það var yndislegt að vera inn á heimilum í fyrsta sinn í yfir 3 mánuði.

Næst á dagskrá var að leigja húsbíl og keyra um þetta fallegasta land heims. (Jebb það er enn fallegra hér en á fallega klakanum okkar). En landslagið er rosalega líkt og okkur líður eins og við séum heima :)
Það er yndislegt að vera á bíl og vera frjáls eins og fuglinn :) þurfum ekkert að skoða hvernig er ódýrast og best að komast á milli staði. Heldur brunum bara um allt vinstra megin (Gummi er hetja) og stoppum þar sem við viljum :) Eina sem er ekki jákvætt er hitastigið en á daginn eru ca 12 gráður..

Ætlum að keyra um þangað til næsta laugardag og á sunnudagnn hefst ofur afslöppunarvika á Fiji eyjum :)

Það er orðið hrikalega stutt í heimferð og við erum orðin rosalegaspennt að hitta alla :) (sérstaklega litlu frænku sem á að fæðast á næstu dögum :) ) En samt sem áður blendnar tilfiningar að draumaferðin umhverfis jörðina verði bráðum búin.

(ekki mikið um internet þannig myndir koma seinna)

Nóg í bili.
Knús heim
Húsbílaferðapésarnir tveir :*

Fært undir Óflokkað.

7 ummæli við “Sydney - Suður Eyja Nýja Sjálands”

 1. Anna frænka ritaði:

  Vá elska að lesa um þetta ævintýri ykkar :) Hlakka til að sjá myndir og hlakka til að fá ykkur heim :*

 2. Berglind Elva tryy ritaði:

  Það er búið að vera yndislegt að fylgjast með ævintýraferðinni ykkar og kveikir svo sannarlega í ferðabakteríunni hjá manni. Ég stefni á svona ferðalag eftir 4 ár… fæ þá ráðleggingar hjá frænku. Njótið ferðarinnar það sem eftir er ;-)

 3. Berglind Elva Tryggvadóttir ritaði:

  nafnið misritaðist lítillega hér fyrir ofan :-)

 4. Gerður Anna ritaði:

  Hlakka til að sjá ykkur :) Grunar að Ms. Doubtfire minni þig á stelpu sem ég þekki líka ;)

  Love :*

 5. Þorgeir og Sólveig ritaði:

  Gaman að sjá hvað allt gengur vel og er skemmtilegt hlökkum til að hitta ykkur :) Þorgeir er leiður á að Gummi sé svona leingji hehehe :)

 6. Mamma ritaði:

  Þið eruð snillingar hlakka til að sjá myndir :) Ég er svo sannarlega farin að telja niður í heimkomu og allt í einu er þetta búið að vera svo fljótt að líða en ég er búin að sakna ykkar oft,verða óþolinmóð,pínu hrædd stundum,en þetta er ævintýri sem þið munuð lifa á lengi :) Góða ferð áfram :)
  Gummi þú heldur áfram að passa stelpuna mína (okkar) vel og vandlega !

 7. ajyiedsc ritaði:

  8tQipd ibhippbsrlub