Gili - Mt. Rinjani - Bali

Hæhæ
Eftir góða aflslöppun á Nusa Lembongan í 3 daga vorum við orðin eirðarlaus og til í eitthvað aðeins meira fjör :)
Við reyndum að fá bát beint til Gili eyja en það var svo dýrt og okkur gekk heldur ekki að fá ódýran bát beint til Padang Bai á Bali. Þeir buðu okkur reyndar far á pínkulitum fiskibát sem líkist frekar kanó en bát, við afþökkuðum það og tókum bát aftur til Sanur á Bali. Þaðan tókum við svo taxa til Padang Bai með það í huga að koma okkur til Gili Trawanga. Við komum þangað aðeins of seint og náðum ekki hraðbátnum til Gili. Þannig við gistum eina nótt í Padang Bai. Þegar við sátum á hostelinu að spjalla labbar danskt par inn sem vildi svo skemmtilega til að eru vinir Fríðu og Morten. Við fórum með þeim útað borða og í nokkra drykki um kvöldið. Við fórum á roslaega góðan veitingastað sem bauð upp á kartöflur :) og ekki nóg með það heldur kartöflumús :) nammnamm!!
Við lentum svo á Gili um hádegi næsta dag. Funduð okkur ágætis hostel við ströndina og höfðum það rosalega gott :) Síðan var komið að örlagaríkri ákvörðun :)

Gummi lenti á spjalli við kall á ferðaskrifstofu með það í huga að klífa Mt. Tambora sem er á eyjunni Sumbawa við hliðina á GIli. Þar varð stærsta sprengigos sem hefur orðið og jarðfræðiáhugamaðurinn hafði mikinn áhuga á að skoða það. Því miður er ekki boðið upp á ferðir þangað og því talsvert flókið að fara, auk þess sem kallarnir sögðu að það væri ekkert spes að labba upp á það fjall. Kallinn á ferðaskrifstofunni sýndi Gumma svo myndir af Mt. RInjani sem er 3726m hátt eldfjall á eyjunni Lombok. Hann var ekki lengi að sannfæra Gumma um að það væri mjög fallegt þar og góð hugmynd að fara í 3 daga göngu upp á fjallið þar sem gist væri báðar næturnar í tjöldum í 2600 og 2700m hæð. (þess má geta að Hvannadalshnjúkur hæsti tindur Íslands er um 2100m). Ég var sjálf orðin leið á allri þessari afslöppun og ákvað að slá til og fara með í þessa spennandi ferð :)

Mt. Rinjani séð frá Gili morgunin sem við lögðum í hann.
Við vöknuðum eldsnemma til þess að ná fyrsta bát frá Gili yfir til Lombok. Ég vaknaði reyndar með slappleika og hálsbólgu og var óviss hvort ég kæmist af stað í gönguna en ég ákvað að koma mér allavega yfir á rétta eyju til þess að byrja með. Okkur var bókstaflega troðið í pínulítinn bát með FULLT af fólki og við tók hálftíma sigling þar sem ég var viss um að báturinn myndi sökkva. Það gerðist þó ekki og við komumst heil með þurran farangur til Lombok. Því næst tók við 1,5 klst löng bílferð og þar ákvað ég að fara bara með í gönguna þrátt fyrir slappleika. Við keyrðum upp í 600m hæð skyldum stóru töskurnar eftir og lögðum af stað.

Í bátnum til Lombok :)

Fyrsta daginn var gengið úr 600m hæð upp í 2600m. Gangan tók um 7 klst og var að mínu mati mjög erfið. Og ef ég á að vera alveg hreinskilin þá var ég alveg buguð eftir daginn.. Gummi bar sig betur :) Við fengum svo kvöldmat um leið og  við komum í búðirnar og eftir að Gummi var búin að hughreysta mig og telja mér trú um að ég gæti labbað í 2 daga í viðbót fórum við að sofa. Vöknuðum samt oft um nóttina því það var mjög hart að liggja í tjaldinu og ÍSKALT!

Dagur 1

Fyrri tjaldbúðirnar 2600m.
Á degi 2 vöknuðum við kl 6. Fengum bananapönnukökur í morgunmat og lögðum í hann upp að gígnum. Það reif mjög fljótlega í lærin mín að labba um morgunin en ég gleymdi því um leið og við komum að gígnum. VÁ!! hrikalega flott. Læt myndirnar tala sínu máli.


Eftir miklar myndatökur fyrir ofan gíginn var haldið niður að vatninu. niður í 2000m hæð. Fengum hádegismat þar og svo var haldið aftur upp á við í næstu búðir (2700m).

Hetjurnar að elda fyrir okkur hádegismat. Þeir labba með allan matinn, tjöldin, dýnurnar, vatnið ofl upp alla þessa leið ca 2 í viku ýmist berfættir eða á flip flops inniskóm :(

Gangan upp að búðunum var hrikalega erfið. Það var alveg þverhnípt upp og við þurftum að klifra í klettum og reyna sem minnst að horfa niður :/. Á leiðinni að búðunum komum við að konu sem hafði dottið niður 50m um morgunin. Hún var að öllum líkindum mjaðmabrotin og sennilega fleiri bein. Gat sig ekki hreyft og beið þess að fá þyrlu til þess að flytja sig niður. Það gekk þó ekki upp og hún þurfti að bíða í 10klst þarna í hlíðinni eftur mönnum til þess að bera hana upp að búðunum sem við vorum í. Þar gisti hún um nóttina og hélt að það kæmi þyrla að ná í sig næsta morgun. Það gekk þó heldur ekki og þegar við vorum að fara niður á 3 degi var verið að bera hana niður á bambusbörum. (ca 8-10klst ferð fyrir hana). Mölbrotin og einu verkjalyfin voru töflur frá öðrum göngugörpum :( .

Seinni búðirnar.
Á degi þrjú (eða reyndar um nótt 2:30) voru þeir ræstir sem ætluðu að labba á toppinn. Ég átti ekki mikla orku eftir í fótunum eftir tvo langa göngudaga á undann og ákvað að reyna ekki við toppinn.  Gummi hetja fór að sjálfsögðu alla leið upp.

Hetjan mín kominn á topinn :)
Það tók svo 6 klst að fara niður í byggð frá búðunum. Við erum bæði sammála að þetta er það erifðasta sem við höfum gert. Við kláruðum alla þá orku sem við áttum og fæturnir á okkur voru þaktir blöðrum, bólgum, sárum og mari. Nokkrum dögum síðar missti ég svo tvær táneglur, þannig þetta var ekkert gefins :)
Samt sem áður var þetta algjört ævintýri og algjörlega þess virði :)
VIð gistum eina nótt á Lombok eftir gönguna og fórum svo aftur til Kuta Beach á Bali þar sem við erum ekki búin að gera neitt í 4 daga. Bara reyna að jafna okkur. Við erum enn hálf slöpp og illt í fótunum.
Í dag er síðasti dagurinn okkar í Asíu við leggjum af stað til Sydney í kvöld :) fljúgum til SIngapore og þaðan tökum við næturflug til Sydney :) Þannig næstu fréttir verða frá nýrri heimsálfu :)
VIð sendum knús og kossa á alla heima :*

Fært undir Óflokkað.

5 ummæli við “Gili - Mt. Rinjani - Bali”

 1. Unnur Lilja ritaði:

  Þið eruð bæði miklar hetjur :) Góða skemmtun í Ástró!

 2. Selma Hrönn ritaði:

  Það er svo gaman að lesa bloggin og fá að fylgjast með ferðinni :) Vonandi verður hún áfram æðisleg!! Sydney er ein af mínum uppáhaldsborgum og ég vona að þið hafið það rosa gott þar (mæli með að fara að óperuhúsinu að kvöldi til, allt upplýst og rosa kósý) :D

 3. Árni og Bára ritaði:

  Þið stóðuð ykkur vel en þetta hefur greinilega tekið á og vonandi jafnið þið ykkur fljótt á þessu.
  Gangi ykkur vel í Ástralíu.

  Kveðja frá okkur.

 4. Gerður Anna ritaði:

  Ánægð með þig Berglind að hafa farið….
  Finn hrikalega til með þessari konu, klárlega ekkert grín að brotna á þessum slóðum!!
  Njótið Sydney í botn :)

 5. Anna frænka ritaði:

  úffff segi ég nú bara yfir þessari fjallgöngu :) En þið eruð sko sannarlega hetjur að hafa farið og myndirnar sýna að það hafi verið algjörlega þess virði :)