Kuala Lumpur - Singapore - Kuta Beach - Nusa Lembongan

Hæhæ

Eftir mjög skemmtilega daga í Víetnam var komið að því að fljúga til Kuala Lumpur í Malasíu. Við áttum flug þaðan til SIngapore því planið var að byrja í Vietnam og enda á að fara niður Thailand til Kuala Lumpur landleiðina. Það plan var löngu orðið úrelt en við ákvaðum að halda fluginu okkar frá Kuala Lumpur þrátt fyrir það. Breyta bara dagsetningunni. VIð sjáum ekki eftir því. Það var rosalega gaman að koma til Kuala Lumpur, mjög vestræn borg, mikið af háhýsum og alveg slatti að sjá :) Við komum seint um kvöld og fundum okkur hótel í Chinatown sem var frekar dýrt með engu inniföldu en við vorum þar allar 3 næturnar. (Dýrt á Asískan mælikvarða ca 2000kr á mann). Næsta dag vorum við ekta túristar og tókum rúnt um borgina með hop on hop off rútu. Þannig fengum við að sjá allt það helsta á stuttum tíma. Enduðum daginn í risa stóru og rosalega flottu molli í tvíburaturnunum. Um kvöldið fórum svo upp i sjónvarpsturnin og horfðum yfir borgina í myrkri sem var mjög fallegt.

 


Næsta dag hittum við svo Fríðu og Morten :) Þau eru búin að vera að ferðast um Asíu í tæpa 3 mánuði og loksins vorum við á sama stað :) VIð eyddum deginum með þeim, röltum um borgina og borðuðum rosalega góðan street food. Um kvöldið fengum við svo að vita að við gætum ekki stoppað yfir nótt í Singapore vegna einhverra leiðinda hjá rountheworldflights. (sem var reyndar gott fyrir budduna því það er mjög dýrt þar) En í staðinn vorum við þar í einn dag og fórum svo til Bali um kvöldið.

Flugvöllurinn í Singapore hlítur að vera sá besti í heimi. Það er svo gaman þar að manni finnst leiðinlegt þegar það er komið að bording (ólíkt öllum öðrum flugvöllum). Þar er öll afþreying sem hugsast getur og nánast allt frítt. Getur m.a farið í ræktina, skoðað grasagarða, verið í leikjatölvum, horft á sjónvarp, farið í Bíó, farið í sund, verið á internetinu, borðað á góðum veitingastöðum, rölt um allskyns búðir og svo margt fl. Svo bjóða þeir líka upp á fría útsýnisferðir um borgina með rútu og fararstjóra. Þar sem við höfðum allan daginn skelltum við okkur í svoleiðis ferð :) Mjög gaman og smá sárabót að fá að sjá þessa hreinu og fallegu borg. VIð erum harðákveðin í að koma þangað aftur þegar við erum orðin rík og gista á geggjuðu hóteli sem er með 150m sundlaug á toppnum.
Þegar við komum svo aftur á flugvöllinn hljóp Gummi beint í Fifa í PS3 og ég rölti um í fallegum búðum :)

Fyrir utan kínverskt hof í Singapore. Hér sést nýji hárliturinn :)

Flugvöllurinn :)
Við komum svo til Bali að kvöldi 6 Apríl. Fundum okkur hótel á ágætisstað með góðri sundlaug á Kuta Beach :) Daginn eftir ákvaðum við að kíkja á ströndina. Á leiðinni var togað og kallað úr öllum áttum til þess að fá okkur til þess að kaupa hitt og þetta. Þegar við svo loksins komum á ströndina batnaði það ekki. Á 2 mínútna fresti var fólk að bjóða upp á ýmsar vörur og þjónustu. Snyrtidömurnar byrjuðu að klippa neglurnar og Gumma og suða í mér að fá að naglalakka mig, nuddkonurnar byrjuðu að nudda mann alveg óumbeðnar til þess að lokka mann í nudd. VIð enduðum á að kaupa ís og fengum bæði hand og fótsnyrtingu.


Öldurnar þarna voru rosalegar og gaman að fylgjast með surf fólkinu sem sýndi listir sínar. Gummi reyndi einnig að surfa en það gekk ekki alveg nógu vel. Mun auðveldara en það sýnist :) Til þess að gera langa sögu stutta þá nenntum við ekki aftur á þessa strönd og eyddum næstu tveimur dögum í sundlaugargarðinum á hótelinu okkar :)
Fríða og Morten komu svo á mánudagskvöldinu og leyst álíka illa á þennan stað og okkur þannig við pökkuðum niður og redduðum okkur bátsfari á næstu eyju sem heitir Nusa Lembongan. Hér búa bara 2000 manns og allt er rosalega rólegt og notalegt. Við gistum á hosteli sem er alveg við ströndina og er með góðri sundlaug :) (semsagt allt sem þarf). Daginn eftir við komum fórum við að snorkla með Manta Ray risa skötum sem var eitt það magnaðasta sem við höfum gert. Þetta eru risa fiskar og þegar þeir synda er eins og þeir fljúgi í sjónum. Kaldur ólgusjórinn gerði reynsluna líka enn magnaðari. Blanda af köldum sjó, stórum öldum og slatti af adrenalíni gerði það að verkum að það var erfitt að anda fyrstu mínúturnar en hetjurnar voru fljótar að venjast því :)

Seinni partinn þegar við vorum búin að liggja við sundlaugina frá hádegi ákvað ég að kíkja á netið og komst að því að það varð risaskjálfti í Norður Indónesíu og flóðbylgjuviðvörun hafði verið gefin út fyrir allt Indlandshaf. Við tóku nokkrir tímar af smá panik. En sem betur fer kom engin flóðbylgja og áður en við fórum að sofa var búið að afturkalla viðvörunina. Þannig þetta endaði allt vel :)

Nusa Lembongan

Höfðum það gott þarna uppi þegar við vorum þreytt á sólbaðinu :)

Sunglaugagarðurinn um kvöld :)

Seinni daginn okkar á Nusa gerðum við svo ekkert nema tana og hafa það gott :)
Í dag ætlu við svo að koma okkur aftur til Bali og annað hvort skoða okkur um þar eða skella okkur beint á einhverja aðra eyju :)
Eigum 10 daga eftir í Indonesíu áður en vestræni heimurinn tekur fagnandi á móti okkur í SYDNEY :D
Knús heim :*

Fært undir Óflokkað.

5 ummæli við “Kuala Lumpur - Singapore - Kuta Beach - Nusa Lembongan”

 1. Anna frænka ritaði:

  Vá hvað þetta eru fallegir staðir sem þið eruð á :)

 2. Gerður Anna ritaði:

  Yndislegt :) Þetta er rosalega fallegt ! ;)

 3. Svandís Dröfn ritaði:

  rosa gaman að lesa bloggið frá ykkur og virkilega fallegir staðir sem þið eruð á :) örugglega geggjað að upplifa þetta ;)

 4. Mamma ritaði:

  Svei mér þá ég væri alveg til í að vera þarna með ykkur það er svo fallegt þarna! og ekki síður til að vera ykkur til halds og trausts :D

 5. Árni og Bára ritaði:

  Skemmtilegt blogg og myndir frá ykkur. Hafið það sem allra best . Það er yndislegt vorveður hér hjá okkur . Bestu kveðjur.Mamma og pabbi.