Víetnam

Hæ Hó

Þá er loksins smá tími til þess að skrifa eitt stykki blogg :) síðustu dagar/vikur hafa verið hrikalega busy. Fórum hratt yfir mikið og merkilegt land þannig það var hver mínúta nýtt :)

Þegar við vorum búin að jafna okkur eftir ferðalagið frá Laos og sleppa lifandi úr hrikalegri umferð í Hanoi þar sem mótorhjól eru á hverju strái skelltum við okkur í 3 daga bátsferð til Halong Bay. Sem er 2000 eyja eyjaklasi í Norður Víetnam. Skyggnið var frekar lélegt eins og nánast allstaðar í Víetnam vegna þoku og mengunar. Mengunin er svo mikil að það sést  varla í bláan himinn og fæstir fara út án þess að vera með grímu/maska :( Þetta er samt rosalega fallegur staður en ekki nálægt því eins fallegur og myndir sem við höfðum séð með tærum bláum sjó og sólskyni :) Það var frekar kalt í veðri (20 gráður) semsagt peysuveður fyrir fólk sem er búið að vera of lengi í yfir 30 gráðum. Við kynntumst skemmtilegu fólki í ferðinni og höfðum það rosalega gott. Gistum í flottu herbergi í bátnum og á Hóteli og stærstu eyjunni á Halong Bay. Skoðuðum flotta hella og fórum í eina fjallgöngu í þjóðgarði á Cat Ba island. Gædinn okkar var reyndar með þeim verri sem við höfum fengið en við létum það ekki skemma fyrir okkur :)

Halong Bay í mengunar og þokumystri. Samt sem áður rosalega fallegt :)

Floating Village á Halong Bay. Magnað að fólk lifi svona allt árið.

Komin upp á topp á fjalli í CatBa island þjóðgarðinum :) Fallegt útsýni en mikið mystur.

Eftir 4 tíma keyrslu frá Halong Bay aftur til Hanoi tók við 14 tíma næturrútuferð til Hué í miðju Víetnam. VIð stoppuðum þar í nokkra tíma áður en við fórum í 5 tíma rútuferð til Hoi An. Sennilega versta rúta ferðarinnar, engin loftkæling og svefnbekkir í stað sæta (um miðjan dag) Þegar við vorum komin til Hoi An var hitastigið orðið betra fyrir kuldaskræfur :) vel heitt sólin náði að skýna í gegnum mengunina og bærinn algjörlega æðislegur. Lítill og notalegur fullur af saumastofum og góðum veitingastöðum. Klárlega einn af okkar uppáhaldsstöðum í ferðinni hingað til :) Gummi lét sauma á sig 4 skyrtur og ég 3 kjóla :) Við leigðum okkur tvisvar mótorhjól og keyrðum um Hoi An og nánasta umhverfi. Fórum einu sinni á ströndina og höfðum það rosalega gott í þessa 4 daga :)

Eftir allar rútuferðirnar vorum við harðákveðin í að taka frekar lestina niður til Saigon. En hún var því miður fullbókuð þegar við vildum fara og því ákváðum við að vera flott á því og taka flugið :) Sem var algjör lúxus og kærkomið eftir allar rúturnar :)

Frá Saigon (Ho Chi Minh City) fórum við í dagsferð til Mekong Delta í suður Víetnam og fengum að kynnast innfæddum og þeirra venjum og siðum. Skoðuðum meðal annars Býflugnabýli þar sem við fengum rosalega gott te með fersku hunangi og homemade snickers :) Einnig fórum við í Coconut candy verksmiðju og fengum besta nammi sem til er  :) Enduðum á að fara frá Mekong Delta með fullan poka af ýmsu góðgæti :)

Fengum far á svona bát í Mekong Delta :)

Coconut Candy verksmiðjan :) NAMMM!!
Daginn eftir fórum við svo að skoða Cu CHi göngin. Sem er var rosalega áhugaverður dagur. Víetnamar bjuggu göngin til í stríðinu til þess að fela sig fyrir bandaríkjamönnum. Göngin eru 121 km að lengd og ef ég man rétt allt að 20 metra djúp á 3 hæðum. Þau voru gerð rosalega þröng svo bandarískir hermenn ættu erfitt með að koma sér ofan í göngin og ferðast um þau. Það voru einnig gildrur í göngunum og öðru hverju höfðu þeir göngin mjög þröng til að varna því að bandaríkjamenn kæmust lengra. Það voru svefnherbergi, eldhús, vinnustofur og aðgangur að vatni (Mekong River) í göngunum. Hvert einasta atriði útpælt og allt gert í höndunum. Ég gæti sagt endalaust frá þessu stríði og þessum göngum en læt það kjurrt liggja. Áhugasamir geta fengið sögustund í júní :) Já svo skutum við líka úr AK 47 hríðskotabyssu :) og á meðan við vorum ofan í göngunum og að skoða allt í kring voru aðrir að skjóta úr byssunum þannig það voru háir skothvellir nánast allan daginn sem gerði þetta enn raunverulegra.

Gummi á leið ofan í upprunalegu leiðina ofan í göngin :) Pínulítil hola

Hrikalega þröngt. Samt búið að víkka og hækka þennan part af göngunum fyrir feita túrista.

Skotið úr AK 47

Svalur :)

Þegar við komum tilbaka frá göngunum fórum við í War Museum og fengum að sjá myndir af stríðinu og hrikalegum afleiðingum þess. Þessi dagur var rosalega átakanlegur en kveikti aftur á móti svakalegan áhuga á því sem var í gangi þarna fyrir svo stuttu síðan. Þannig núna ligg ég á google og er búin að kaupa bók um stríðið.

Alvarlegar afleiðingar efnavopna Bandaríkahers. Þetta var skársta myndin :( Enn í dag eru börn að fæðast mj0g fötluð í Víetnam.

Eftir Saigon flugum við til Kuala Lumpur í Malasíu tókum sutt 3 daga stopp þar. Vorum svo einn dag í Singapore og erum núna komin til Bali í Indonesiu :) Nánar um það í næsta bloggi :)
Við erum svo loksins búin að bóka flug til Íslands sem kostaði hálfan handlegg en við lendum 4 Júní :) Mjög mikill spenningur en samt blendnar tilfinningar að þessi draumaferð verði búin eftir aðeins 2 mánuði..

Knús og kossar :*

Fært undir Óflokkað.

8 ummæli við “Víetnam”

 1. Gerður Anna ritaði:

  Ég er himinlifandi að þessari draumaferð ljúki eftir 2 mánuði :* Hlakka til að fá ykkur heim!

 2. Unnur Lilja ritaði:

  Þið eruð snillingar, njótið síðustu viknanna! :)

 3. Árni og Bára ritaði:

  Takk fyrir þetta blogg , gaman að fylgjast með en við hlökkum mikið til að fá ykkur heim. Gangi ykkur hið allra besta áfram. Kveðja mömmu og pabba Hellu.

 4. Mamma ritaði:

  Það er alveg ótrúlegt hvað tíminn líður þetta er svo sannarlega farið að styttast hjá ykkur. Glöð með að það sé komin tímasetning á Ísland :)

 5. Anna frænka ritaði:

  Úfff myndin af greyið barninu, maður fær sting í hjartað…. :(
  En gaman að fylgjast með ykkur, og verið dugleg að blogga á næstunni, svona fyrir þá sem eru í próflærdómi og ritgerðaskrifum :)

 6. Kristín & Bjarki ritaði:

  Haha flottast myndir en leiðilegt með alla þessa mengun. Ótrúlegt að geta lifað i fljótandi húsum allan ársins hring. ps. hlakka svooo til að fá þig heim elskan :) og já, flottur liturinn í hárinu tíhíhí!

 7. Dagmar ritaði:

  Áhugavert þetta stríð. !
  Berglind, þú ert nánast orðin blondína :D
  Líst vel á tímasetninguna heim ! Styttra í ykkur en ég reiknaði með :D
  Kv. Dagmar og litla bumba :)

 8. Sigga ritaði:

  Berglind….. þetta er EKKI mótorhjól, þetta er vespa hahahahaha en annars æði að það sé komin föst dagsetning heim , og meira að segja fyrr en ég þorði að vona ! Farið varlega love!