Chiang Mai, Vang Vieng og ferðin til Hanoi.

Sælir lesendur góðir..
Höldum áfram þar sem frá var horfið :)
Við enduðum á að vera í CHiang Mai í 6 daga og vorum frekar heilluð af þeim stað. Fólkið rosalega kurteist og hjálplegt og rosalega margt í boði. Við eyddum einum degi með tígrisdýrum og öðrum með fílum :) Bæði rosalega skemmtilegt :) Síðan vorum við dugleg að fara í nudd og sóla okkur og kæla okkur þess á milli í sundlauginni. EInnig kíktum við á markaði og keyptum meðal annars púða til þess að hafa í stofusófa. Eigum bara núna eftir að kaupa sófa í stíl við púðana :) Semsagt voðalega notalegir og skemmtilegir dagar þar :)   Ég reyndar endaði á að lita á mér hárið of ljóst. Það var orðið svo upplitað að ég ætlaði að hressa það við án þess að lita það svart (nenni því ekki) en endaði með alltof ljóst hár. En því verður kippt í lag þegar ég hitti Fríðu mína á Bali :)

Tiger Kingdom :)

Elephant Training :)

Nældi mér í D-Vítamín

Næst á dagskrá var Laos. Tókum einn minibus og 3 rútur alla leið til Vang Vieng og það tók 22 klst. Gekk samt mjög vel og var auðveldara en það hljómar :) Vang Vieng er rosalega mikill djammstaður :) VIð djömmuðum ekki mikið en kíktum út tvö kvöld og Gummi drakk Wiský í kók úr fötum :) Tubing var kannski ekki alveg jafn skemmtilegr og við bjuggumst við haha. Barirnir voru allir í byrjun og svo var eiginlega bara hörkupúl að koma sér niður alla ána á þessum kútum :) Síðasta daginn okkar í Laos fórum við í hellaskoðun. Fórum fyrst í gegnum eitt af mjög mörgum hrikalega fátæku þorpum. Síðan fórum við í helli sem er undir stóru fjalli það er vatn inn í hellinum og við fórum á kútum 400 metra og svo aftur út. Þetta var frekar scary en það sem var mest scary var maður sem var með okkur í ferðinni sem var illa haldin af hjarta og lungnasjúkdómum og var nær dauða en lífi allan tímann. VIð vorum orðin viss um að við myndum koma með lík í kút útur hellinum. Hann lifði þetta sem betur fer af samt. Síðan fórum við í annan helli sem er kallaðir elephant cave en er núna notaður sem hof/kirkja. Mjög skemmtilegur dagur :)

Fórum inn í hellinn þarna á kútum :)

Svo var komið að því að koma sér frá Vang Vieng til Víetnam. Enduðum á að taka klikkaða ákvörðun um að taka 27 klst rútur alla leið í einum rikk sem endaði sem 30 klst. Tókum fyrst venjulega rútu í 4 klst til Vientaine höfuðborgar Laos þar var okkur hent úr í einhverri götu sem var ekki rútustöð og sagt að bíða. korteri síðar kom tuk tuk (nokkurskonar bekkjarbíll) og okkur ásamt 13 öðrum var troðið í bílinn ásamt öllum bakpokunum. Enduðum á að vera í honum í ca hálftíma og enduðum þá loksins á rútustöð. Þar tók á móti okkur hrikalega dónalegt og ókurteist starfsfólk sem var öskrandi og ítandi fólki til og frá. Öllu hvítu fólki var svo troðið aftast í rútuna (þar sem þvaglyktin er, verstu sætin og mesti hristingurinn. Þar var öskrað hressilega á okkur til að við myndum setjast í sætin/svefnbekkina. Við enduðum aftast við klósettið þar sem voru 3 sæti hlið við hlið sem myndaði nokkurskonar rúm. Þar eyddum við næstu 26 klst með breta :) sem var sem betur fer mjög skemmtilegur og almennilegur. Reyndar voru allir sem voru þarna aftast mjög skemmtilegt fólk þannig við gátum spjallað á milli þess sem fólk reyndi að sofa. Að komast yfir landamærin var martröð og allir vægast sagt dónalegir og óhjálpsamir. Endaði á að taka 2 klst og við fengum ekki að fara inn í rútuna á meðan. (Bara heimamenn) við útlendingarnir vorum látin labba um 1-2 km á milli landanna og standa úti þangað til rétt fyrir brottför. Það voru tvö matarstopp og í bæði skiptin voru það hrísgrjón og vont kjöt sem var á boðstólnum. Við náðum þó að sofa nokkra klst í senn nokkrum sinnum í feðrinni en við getum ekki sagt að við mælum með svona ferðalagi fyrir nokkurn mann. Það eina jákvæða var allt skemmtilega fólkið sem við hittum og rútumiðinn alla leið kostaði bara 3900kr a mann. Þannig við spöruðum hellingspening og ætlum að láta sauma á okkur föt hérna í Víetnam fyrir það :)

Gengið yfir landamærin frá Laos til Víetnam. Frekar þreytt þarna kl 7 um morgun og enn 12 tímar eftir.

Úff þarna vorum við í 26 klst. Ég var geymd í horninu. Náði bara að liggja :S

Flestir höfðu smá privacy :)

Hafði í það minsta tíma til að lesa Lonely planet og skipuleggja Víetnam :) Þarna var ég orðin of þreytt á að liggja og sat við fæturnar á Gumma. Skil ekki hvernig við höfðum þetta af..

Þegar við vorum loksins komin til Hanoi tóku við óþolandi leigubílstjórar að reyna að fá að skutla okkur á hótelið. Enduðum á að nenna ekki að tala við þá lengur, völdum þann sem okkur leyst best á og borguðum honum alltof mikið á asískum mælikvarða fyrir farið. Þegar við svo komum á hostelið sem við vorum búin að bóka sögðu þau okkur að þau væri búin að fylla hosteli og yrðu að færa okkur á hótel 1 km frá.. Get ekki sagt að það hafi verið hressandi fréttir þegar maður er búin að vera á ferðalagi í yfir 30 klst. Þau enduðu á að gefa okkur kalt vant og bjóða okkur upp á hitt og þetta meðan við biðum eftir taxanum. (held þau hafi fundið hvað við vorum þreytt, svöng og pirruð). Þetta endaði svo á að vera lán i óláni því við enduðum á þvílíkt fínu hóteli, því flottasta sem við höfum veirð á með bestu sturtu sem við höfum á ævinni notað. Sem er góð tilbreyting frá köldum sprænusturtum sem við höfum að mestu notað í 2 mánuði. En jæja áfram með söguna. Þegar við vorum búin að henda dótinu okkar upp á herbergi og orðin vægast sagt glorhungruð ákvaðum við að fara út að finna einhvern veitingastað því klukkan var orðin of margt til að panta pizzu. Það byrjaði með því að við festumst í lyftunni, Gummi hetja náði einhvernvegin að opna hana og við gátu hoppað á hæðina fyrir neðan. Jæja loksins gátum við farið á einhvern veitingastað.  Nei allstaðar var búið að loka og klukkan var rétt rúmlega 9. Enduðum loksins á að finna einhvern kjúklingastað. Fengum hrikalega vonda kjúklingaborgra með 6 frönskum :( Það var samt betra en ekkert. Löbbuðum svo dauðuppgefin upp á hótel og fórum að sofa.

Dagurinn í dag fór svo að mestu í afslöppun og að plana næstu daga. Pöntuðum okkur 3 daga ferð til Halong Bay. Gistum fyrri nóttina í bátnum og seinni á hóteli á Catba island. Förum þangað í fyrramálið. Komum svo tilbaka til Hanoi og ætlum sama kvöld að taka næturrútu í 14 klst til Hoi An sem er fyrir miðju Vietnam.
Við erum svo alltaf að breyta plönunum. Ætlum að hætta við Cambodiu og stoppa í staðin í Singapore og vera lengur á Bali og eyjunum þar í kring :) Síðan komum við möguleika soldið fyrr heim :) ca 7 Júní :D En þetta eru allt óstaðfestar fréttir erum ekki enn búin að breyta flugunum :)

Enn og aftur knús heim á klakann :)

Fært undir Óflokkað.

5 ummæli við “Chiang Mai, Vang Vieng og ferðin til Hanoi.”

 1. Guðbjörg ritaði:

  úff ég varð sma þreytt við að lesa bloggið hehe það er nefninlega ekki bara afslöppun að vera í “fríi” þetta er greinilega hellings vinna :) Knús á ykkur dúfurnar

 2. Gerður Anna ritaði:

  Gaman að lesa þetta en ánægjulegast að heyra að þið komið kannski aðeins fyrr heim !! :)

 3. Árni og Bára ritaði:

  Allt er gott sem endar vel. Góða ferð áfram, hlökkum til að fá ykkur heim.
  Kv frá Drafnarsandi 7.

 4. Mamma ritaði:

  Ég er alltaf hér að kíkja eftir nýju bloggi :) en skil vel að það sé ekki frá neinu að segja þetta er nú bara heimsreisa :)

 5. グッチ バッグ ritaði:

  This is my first time i visit here. I found so many entertaining stuff in your blog, especially its discussion. From the tons of comments on your posts, I guess I am not the only one having all the enjoyment here! Keep up the excellent work.