Thailand: Phuket, Hua Hin, Bangkok :)

Hæ elsku þolinmóða fólk fyrir utan Guðlaugu Ingvarsd ástkæru móður mína :)
Við fórum frekar skyndilega frá Kína eftir að hafa skoðaða Beijing og Shanghai. Hefðum þurft að bíða lengur í SHanghai og taka svo 18 klst lest til Hong Kong til þess að stoppa þar í nokkra daga. Þannig eftir að hafa skoðað 113 flug og lestaráætlanir ákváðum við að fljúga til Phuket í Suður Thailandi í gegnum Kuala Lumpur í Malasýu.  Við vorum ánægð með þessa daga í Kína og vorum fegin að komast í hlýrra loftslag í Thailandi :) Hong Kong verður bara skoðuð síðar :) Þegar við förum aftur á Kínamúrinn en það er eitt af því magnaðasta sem við höfum gert :)

Paramynd á múrnum :)

Shanghai :)
Eftir Afríku og Kína vorum við eiginlega bara alveg búin á því. Hljómar kannski undarlega að fólk sem er í fríi og bara á ferðalagi sé þreytt. En það var stíft prógramm þessar vikur á undann þannig afslöppun á Phuket var kærkomin :) Veðrið var ekki alveg nógu gott. Skýjað og rigning á köflum en sól þess á milli sem við nýttum :) Vorum á ágætis Hóteli rétt hjá ströndinni með sundlaug ( sem var reyndar á milli hárra bygginga = ekki hægt að sóla sig þar). Sem var allt í góðu því þegar maður er svona lengi úti er maður ekki að hugsa útí ef maður missir af nokkrum klst af sól eins og í 10 daga ferðum hehe. Það var einnig líkamsrækt og sauna á hótelinu þannig þetta var fínasti staður fyrir afslöppun. Hvað varðar staðinn sjálfan, Patong Beach á Phuket þá er hún full busy fyrir okkar smekk. Svona Benidorm fílingur.
Eftir nokkra daga í afslöppun ákváðum við að halda áfram að túristast og fórum í dagsferð til Phi Phi eyja á speed boat. Kvöldið áður horfðum við á The Beach með Leonardo DiCaprio því hún er tekin á þessum eyjum. Það var rosalega gaman að koma þarna og þetta var mjög fallegt en það var full mikið af öðrum túristum að þvælast þarna sama dag og við :) í þessari dagsferð komum við einnig við á Monkey Beach þar sem voru fullt af sætum öpum og svo snorkluðum við líka sem var eiginlega hápunktur dagsins :) Rosalega gaman að synda með allskonar fiskum :) og í eitt skiptið voru fullt af litlum fiskum að synda í kringum okkur og á okkur. (Það KITLAÐI :) )

Á Mayja Beach :)

Við neyddumst svo til þess að fara að ákveða hvar næsta stopp yrði og ákváðum að fara á aðra strönd :) í aðeins meiri afslöppun :) Hua Hin varð fyrir valinu við tókum rútu þangað sem tók 11 klst. Héldum reyndar að við værum farin framhjá því rútan var klst á eftir áætlun. En höfum komist að því að eins og í Afríku eru Asískar tímasetningar voðalega mikið ca og u.þ.b. Við áttum ekki pantaða gistingu í Hua Hin en vorum búin að skoða hótel sem okkur leyst vel á. Tókum taxa þangað kl 01:30 um nóttina þegar við komum og fengum herbergi :)    Sundlaugin þar var svo næs og glampandi sól alla dagana þannig við enduðum á að vera þar í 5 daga :)

Besta vinkona okkar í Hua Hin :)
Eftir nógu mikla afslöppun og tan var ferðinni haldið til Bangkok. Vorum þar í 2 nætur. Við sáum ekki mjög mikið af borginni en það sem við sáum var ekkert að heilla okkur mikið. Ágætis stopp þó. Vorum á hóteli á Khaosan Road þar sem allt fjörið er og kíktum í Grand Palace. (Forbidden City í Beijing á klárlega vinninginn). Til þess að skoða Grand Palace þarf að fylgja ströngum fyrimælum um klæðaburð ég var í síðbuxum og með peysu í bakpokanum og slapp við að fá lánuð forljót en fyndin föt. Gummi þurfti hinsvegar að fá lánaðar síðbuxur og var að sjálfsöðgu hrikalega ánægður með það hehe.

VIð tókum næturlest frá Bangkok til CHiang Mai í N-THailandi í nótt og komum hingað 2 klst á eftir áætlun kl 10 í morgun :) Sváfum ekki mikið í lestinni því hún vaggaði álíka mikið og bátur (ok smá ýktjur) og ljósin voru kveikt alla nóttina :( En ágætisferð engu að síður.

Næturlestin

Kósý :)

Hér ætlum við að bralla ýmislegt skemmtilegt. Það er fáránlega mikið í boði hérna. En það sem okkur langar mest að gera er ferð í regnskóg, Tiger Kingdom og eyða degi með fílum :) Segjum ykkur frá því öllu síðar :)
VIð erum ekki alveg búin að ákveða hvað við verðum hér lengi en líklega út vikuna. Næst á dagskrá er svo Laos og á eftir Laos verður það annað hvort Cambodia og svo upp Vietnam eða niður Víetnam og svo Cambodia. SKýrist allt a næstu dögum. Hér eru allar ákvarðanir teknar seint og allar/flestar ákvarðanir snúast um að leysa lúxusvandamál eins og hvað á að vera lengi á hverjum stað og hvað á að panta sér að borða :)
Thailand er kannski ekki að heilla okkur alveg jafn mikið og við áttum von á en það er samt voðalega notalegt að vera hérna :) Og nokkuð notalegt fyrir budduna líka.
VIð sendum enn og aftur saknaðarkveðjur heim. VIð erum búin að vera úti núna í 2 mánuði og eigum 3 mán eftir :)

P.s komnar inn myndir frá Kenýa, Tanzaníu, Kína og fleiri Thailandsmyndir facebookið mitt (Berglindar)

Fært undir Óflokkað.

8 ummæli við “Thailand: Phuket, Hua Hin, Bangkok :)”

 1. Mamma ritaði:

  Takk fyrir þetta :) ég hef svo gaman að lesa þetta blogg þó að ég heyri í ykkur á skype líka og ennþá meira gaman þegar bloggið er myndskreitt :) Saknaðarkveðjur, ykkar ástkæra og þolinmóða mamma (tengdó :)

 2. Anna frænka ritaði:

  Jiii hvað þetta er allt yndislegt hjá ykkur.. En smá svekk að Thailand sé ekki eins spennó og þið hélduð… En hlakka til að fylgjast áfram með ferðalaginu ykkar :)

 3. Unnur Lilja ritaði:

  Ohhh….mig langar í svona lúxusvandamál líka! Helst líka tengd sólaráburði :)

 4. Kolbrún Sif ritaði:

  Ó svo gaman að lesa hér á gráum mars þriðjudegi, ég er alveg að lifa í gegnum ykkur, trúi því þó varla að þið séuð búin að vera í 2 mánuði!! þið eruð svo mikið að njóta og ég er svo abbó .. sakna þín elsku Berglind mín og hlakka til að fá ykkur bæði heim í sumar .. ástarkveðja frá Íslandi
  Kolbrún

 5. Ella frænka ritaði:

  Algjörlega frábært að lesa um ferðalagið ykkar og gaman að skoða myndirnar. Góða ferð áfram, farið varlega og njótið þessa í botn. Kær kveðja frá okkur í Sandgerði og amma Gulla er þar meðtalin :)

 6. Dagmar B ritaði:

  Ótrúlega gaman að fá að vita hvað þið eruð búin að vera gera nkvm, þó það hafi verið best að heyra í ykkur á skype ! :)
  Ótrúlega fljótt að líða alltsaman, NJÓTIÐ !
  Hlakka samt mest til að fá ykkur heim til okkar !! :)
  Kv. Dagmar & litla Jónsdóttir :)

 7. Árni og Bára ritaði:

  Alveg frábærar myndir og lesning gangi ykkur vel áfram og farið gætilega. Hér rignir og snjóar á víxl og frýs svo öðru hvoru.
  Kveðja Mamma og pabbi.

 8. Julius ritaði:

  Halló. Alltaf gaman að lesa ferðablogg og um nýjar upplifanir fólks, þó að maður þekki það ekki neitt :) Gangi ykkur vel.