Kína: Beijing og Shanghai :D

Hæ allir sem eru enn að lesa :) Þá er komið að því að segja ykkur hvað við erum búin að vera að bralla í Kína :)

Við lentum í Beijing seinni partinn á fimmtudag í síðustu viku og færðum klukkuna fram um 6 klst og hitamælirinn fór niður um ca 30 gráður. Við ákváðum að borða kvöldmatinn Mc Donalds á flugvellinum áður en við tækjum leigubíl á hostelið. Vorum sem betur fer eftir ábendingar frá góðu fólki með heimilisfangið á hostelinu skrifað hjá okkur á kínversku. Þannig ferðin gekk ágætlega. Fyrsta kvöldið gerðum við ekkert nema að koma okkur fyrir og slaka á. sofnuðum snemma og vöknuðum svo aftur um miðnætti og sofnuðum svo ekki aftur fyrren um kl 2. Sem þýddu að næsta dag vöknuðum við ekki fyrren um hádegi :S EFtir að við dröttuðumst loksins á fætur nýttum við daginn vel :) eyddum deginum á Tian Men Square og Forbidden CIty. Forbidden City eru hallir/hús þar sem keisararnir bjuggu, allt rosalega flott og það er talið að herbergin séu samtals 9999. Mjög áhugavert og við tókum fullt af myndum sem koma vonandi á netið von bráðar :)

Næsta dag var komið að aðalstundinni og meginástæðunni fyrir því að við höfðum Kína með í ferðaplaninu: KÍNAMÚRINN :D :D Vöknuðum eldsnemma , fengum okkur morgunmat og fórum svo með rútu í einn og hálfan tíma að Mtayani (held að það sé skrifað svona). Tókum skíðlyftu upp á múrinn (já hann er hátt uppi og við vildum ekki klára alla orkuna við það að labba upp). Síðan tók við 8km ganga upp og niður múrinn þar sem voru teknar einhverjar hundruðir mynda. Og gott fólk þetta mannvirki er MAGNAÐ. Það er ótrúlegt að fólk hafi byggt þennan múr sem er 7300km :O með ljósvita á 2,5 km fresti, turna á 5 km fresti, virki á 15 km fresti og kastala á 50 km fresti. Meginástæðan fyrir múrnum var til að verjast árásum Mongóla og Tyrkja á Kína. Á 8 ára tímabili var byggt 1,5 km við múrinn á hverjum degi og það gefur augaleið að við það þurfti mörg þúsund þræla. Það er allt útpælt, neðstu steinarnir eru mjög hrjúfir og auðvelt að skera sig á ef maður reynir að klifra þar upp og efstu steinarnir verða mjög sleipir í bleytu. Múrinn er að meðaltali 8 metra hár og 6 metra breiður. Að labba múrinn er ekki auðvelt hann er byggður yfir fjallgarða þannig hann liggur upp og niður :) En það var ekki nema um 4 stiga hiti þannig það hentaði okkur vel til þess að puða í :) Allavega klárlega einn af toppdögunum í þessari ferð hingað til og við erum enn og aftur spennt að sýna ykkur myndir :) Um kvöldið fórum við aftur á Tian Men Square til þess að sjá það í myrkri en við fengum ekki að fara inn á torgið sjálf því það var verið að undirbúa eitthvað.

Síðsta daginn í Beijing fórum við í dýragarðinn. (veit nýkomin frá Afríku og Berglind þolir ekki dýragarða) en ástæðan var Pandabirnir :) Rosalega gaman að sjá þá og þeir eru mestu hnoðarar sem við höfum séð :) Um kvöldið var svo komið að því að taka næturlest til Shanghai. Það var allt upppantað í 6 manna klefa þannig við vorum í 4 manna klefa, með eldgömlum kínverskum manni með nokkur 10cm löng hár á hökunni :S og allskonar misskemmtileg búkhljóð og Kínverskum strák. Við vorum í efri kojunum og sváfum mest alla ferðina sem tók um 12 klst. Síðan tókum við taxa á hostelið og vorum aftur með heimilisfangið á kínversku en það dugði ekki til. Fyrst ætlaði bílstjórinn að henda okkur úr á kolvitlausum stað. Við sýndum henni aftur heimilisfangið og hún slökkti á teljaranum, gleymdi að kveikja aftur og keyrði okkur ca á réttan stað þar giskaði hún á verðið (sem var örugglega alltof lágt) og við eltum skiltin að hostelinu.
Þegar við vorum komin þangað ætluðum við að nota sömu taktík og láta þau bóka fyrir okkur næturlest til Hong Kong. Það var ekki hægt við þurftum að fara á lestarstöðina og gera það sjálf. Áður en við fórum af stað ákváum við að lesa aðeins um þetta á netinu. Komumst að því að það fer einungis ein lest á 2 daga fresti til Hong Kong. Og hún er oftast uppbókuð nokkrum dögum fyrr :S. Þannig við þurftum að hugsa hratt og taka ákvörðun um næstu skref. Enduðum á því að afbóka seinni nóttina okkar í Shanghai og panta flug til Thailands. Ætluðum að bóka til Bangkok en það var ódýrara að fljúga til Phuket í SUður Thailandi með smá stoppi í Malasyu. Þannig við leggjum í hann til Thailands með næturflugi í kvöld. og sleppum þar af leiðandi Hong Kong.

Shanghai er mjög flott þegar það er myrkur, allar háu byggingarnar vel upplýstar og skylti utum allt :) Tókum enn og aftur slatta af myndum :)
Jæja þurfum að koma okkur á lestarstöðina og taka hraðlest í klst til þess að komast á flugvöllinn. Því við pöntuðum með lággjaldaflugfélagi og erum þar af leiðandi á flugvelli lengst í burtu.

Næstu fréttir verða frá Phuket :)

Knús heim :*

Berglind og Gummi.

Fært undir Óflokkað.

11 ummæli við “Kína: Beijing og Shanghai :D”

 1. Mamma ritaði:

  Jæja bara blogg sem ég fæ ekki hnút í magan meðan ég les :) það verður gaman að sjá myndir þegar þar að kemur:)

 2. Anna frænka ritaði:

  Er orðin mega spennt að sjá myndir :) þetta blogg ykkar er alveg að bjarga manni á leiðinlegum lærdóms-og skóladögum :) Er sko að ferðast með ykkur í huganum :*

 3. Unnur Lilja ritaði:

  Vávávává, ég gleðst með ykkur af öllu hjarta!!

  Kv. ein sem er að reyna að vera ekki öfundsjúk:)

 4. Mamma/Bára ritaði:

  Þetta kennir manni ýmislegt um landafræði, eitt og annað sem maður veður fróðari um við að lesa þetta.
  Stelst til að lesa þetta í vinnunni.
  Gangi ykkur vel. Kv.

 5. Gerður Anna ritaði:

  Hlakka til að heyra allt um Taíland ;)
  Knús á ykkur :*

 6. Guðfinna Betty ritaði:

  Það er svo gaman að lesa bloggið ykkar! Svo mikil öfund! Haldið áfram að skemmta ykkur svona vel, knús :)

 7. Elísabet Rut ritaði:

  kvitt kvitt. bara láta vita af mér:) kíki reglulega hérna inn og les fréttir af ykkur:)
  Verð líka orðlaus þegar ég skoða myndir, Vá !!
  Bestu kveðjur
  Beta

 8. Sigga ritaði:

  Æði gaman að lesa þetta! Gott hjá ykkur að breyta planinu og fara til Thailands, það er ábyggilega ekkert síðra en Hong Kong ! Fullt af ást og söknuði !
  Knús
  Sigga

 9. Dagmar sys ritaði:

  Gott að allt gengur vel, hlakka til ad sja myndir ! :)
  Kv. Dagmar og Jónsdóttir

 10. Guðbjörg ritaði:

  Ég eeeelska þetta blogg :) takk fyrir að deila þessu með okkur :)

 11. Kristín & Bjarki ritaði:

  Wiee svo spennandi! :)