On The Road

Sælir lesendur góðir.. Þá er Overland ferðin okkar frá Nairobi til Zimbabwe alveg að verða búin. Ótrúlegt að það séu að verða 3 vikur síðan við lögðum í hann frá Kenýa til Tanzaníu.
Síðan síðast eru við búin að keyra í gegnum Malawi, stoppuðum þar á tveimur tjaldsvæðum  í 2 nætur á hvoru, bæði á ströndinni við Lake Malawi. Mjög notalegir afslöppunardagar þar eina sem reyndi á var að við leigðum okkur Kanó og rérum úti litla eyju í vatninu. Ætli það hafi samt ekki reynt meira á andlegu hliðina og samskiptin heldur en það líkamlega því við vorum tvö í einum Kanó sem var sá valtasti sem sögur fara af :) og við fórum bæði í vatnið sem við ætluðum ekki að gera vegna þess að í vatninu eru einhverskonar sníkjudýr, en við erum búin að kaupa okkur lyf sem við tökum eftir 6 vikur sem drepa þau ef þau hafa tekið sér búsetu í okkur :/ Í Malawi var líka haldið furðufatapartý þar sem við drógum miða með nafni og keyptum fáránlega föt á einstaklinginn. Það var gerð Bolla, farið í limbó keppni (sem Berglind vann :) ) Ferlega skemmtilegt kvöld :)

Eftir Malawi lá leiðin til Zambiu. Fyrstu nóttina þar gistum við á frekar lélegu tjaldsvæði þar sem var búið að rigna slatta og allt var í moldardrullu. en nótt nr 2 var á mjög flottu tjaldsvæði í höfuðborg Zambiu (Lusaka). þar sem reydar rigndi líka en það er bara hressandi, gott að fá ferskt og kalt loft :) En aftur á móti leiðinlegt að taka niður tjaldið í rigningu  kl 5 í morgun en Íslensku víkingarnir rumpuðu því af á mettíma :) Það er búið að vera skemmtilegt að vera í Zambiu því þeir unnu Afríkubikarinn í fótbolta daginn áður en við komum þangað og því mikil gleði  :) Núna erum við komin til Livingstone í Zambiu og veðrum hér þangað til í fyrramálið. Við erum á tjaldstæði alveg við Zambezi ána og getum séð Victoriu fossana í fjarska :) Við förum samt ekki alveg að fossunum fyrren á föstudaginn þegar við verðum komin Zimbabwe megin við því það er víst mikið fallegra og við erum að spara og því varð Zimbawe fyrir valinu :) Getum ekki beðið eftir að sjá eitt af þessum 7 undrum veraldar :)

Á morgun á afmælisdegi “Iceland” (eins og hann er kallaður hér) förum við svo til Botswana í safari í Chobe national park. Þar munum við gista í tjöldunum umkringd villtum dýrum :D Frekar spennandi :) Á föstudaginn er það svo Vicoria Falls, gistum síðustu nóttina i tjaldinu þar aðfarnótt laugardags. Ferðin er svo formlega búin eftir morgunmat á laugardaginn. En þá förum við á hostel í 3 nætur þar sem planið er að njóta þess að sofa í rúmi, liggja í sundlauginni (krossum putta að við fáum gott veður), fara í rafting og labba um bæinn og njóta síðustu dagana í Afríku. Við fljúgum svo  yfir til Jóhannesborgar í S-Afríku á þriðjudaginn í næstu viku og verðum þar í eina nótt áður en við fljúgum til KÍNA í gegnum Singapore á miðvikudagskvöld. Þannig eftir eina viku verðum við á leið til Beijing :) og lendum þar seinni partinn á fimmtudag að staðartíma. Og ætli Kínamúrinn verði ekki skoðaður á föstudag eða laugardag í næstu viku :) Fáránlega spennandi allt saman og smá óraunverulegt að við verðum stödd í Kína í næstu viku :)
Nokkrir punktar um að vera að ferðast í overland trukki um Afríku

- Vakna á mjög óskikkanlegum tíma ca 4:30 pakka saman tjaldinu fyrir morgunmat sem er oftast um kl 5:15, síðan er trukknum pakkað saman og lagt af stað kl 6. Stundum er þó lagt af stað enn fyrr. Þannig það er mjög jákvætt að vera A manneskja.
- Þegar við erum komin í trukkin er alltaf lagið on the road again spilað sem skapar ákveðna stemmningu :)
- Síðan er reynt að koma sér fyrir til þess að fara að sofa aftur. Ýmist legið á gólfi eða sætum :) allstaðar liggur fólk að reyna að hafa það eins gott og mögulegt er.


- Vegir í Afríku eru ekki góðir þannig það er líka jákvætt að vera ekki bílveikur.
- Næst á dagskrá er að halda í sér því það er ekki pissustopp nema á ca 3 tíma fresti. Og oftast er það bara útí í guðsgrænni náttúrunni sem er líka mun skárra því ef við hittum klósett er það oftast hola í jörðinni með yfirþyrmandi þvaglykt.
- Um hádegi er svo stoppað og allir hjálpast að við setja upp borðin fyrir kokkin, skera grænmeti og ávexti, henda út tjaldstólunum og drífa í að fá sér að borða áður en við höldum áfram að keyra. (oftast ca 30 min stopp). EF einhver er að ímynda sér að við sitjum við borð þegar við borðum þá er það misskilngingur, við sitjum á tjaldstólum með diskinn í fanginu :)
- Eftir hádegi eru oftast flestir búnir að sofa nóg þannig þá er farið að spila eitthvað spennandi t,d UNO :) og að spila í trukknum getur krafist smá hugmyndaflugs þannig að allir komist að (oftast standa einhverjir :)
- Oftast erum við að koma á nýtt tjaldsvæði seinni partinn og þá er tjöldunum hent upp og kvöldmatur undirbúin. Farið í sturtu sem eru stundum heitar og stundum allsekki og stundum hefur maður ekki lyst á að fara úr skónum og stundum eru flísar og kósý. Síðan er ofast er farið beint á barinn og bjórinn prófaður :)
-  Ef það er rólegt kvöld erum við að fara að sofa um kl 21 annars seinna ef það er fjör á liðinu.
- Það er ekki mikið um skordýr i tjaldinu stundum nokkrir maurar sem við drepum áður en við förum að sofa en fyrir utan eru allskonar dýr í kring. T,d apar, eðlur, og allskonar misógeðsleg skordýr. Í gær voru Gírafar, gasellur og buffalóar í kringum tjaldsvæðið og núna megum við ekki fara labbandi útaf tjaldsvæðinu því það eru fílar um allt :)
- Stunum er internet á tjaldsvæðunum en það er oftast mjög slow, mjög dýrt og ekki hægt að nota skype. Þannig í 5 vikur er ég (Berglind) búin að tala við pabba x2 og mömmu x1 sem hefur ekki gerst síðan ég lærði að tala. En þetta er allt til bóta :) Við verðum með Wifi í S-Afríku og líklega í Kína líka (en þar er þó ekkert Facebook). Þannig það er skypedate við alla eftir nokkra daga :)
- Annars er Afríka frekar erfið yfirferðar, margt átakanlegt að sjá og það þarf að venjast aðstæðum sem maður er ekki vanur og lúxusinn enginn. EN fyrir utan það er þetta algjört æði. VIð vorum líka ótrúlega heppin með crú og ferðafélaga. Við hittum oft aðra trukka og það í þeim eru ofast um 10 manns. VIð erum 21 og allir ótrúega hressir og skemmtilegir :)

(Veit ekki afhvejru þetta er allt í belg og biðu, get ekki laga það :(

Myndir á http://www.facebook.com/media/set/?set=a.10151294112270366.809162.824710365&type=3

Vonandi verður næsta blogg frá Vic Falls :)
Sendum risastórt knús heim til allra :*
Berglind og Gummi.

Fært undir Óflokkað.

6 ummæli við “On The Road”

 1. Sigga ritaði:

  ÆÐI að fá loksins blogg, þetta er ótrúlegt ævintýri ! Ég held að það hafi aldrei gerst síðan að við kynntumst fyrir allt of mörgum árum síðan að við höfum ekki talað saman í 5 vikur í síma eða skype! Komin mikil fráhvarfseinkenni ! hlakka til að HEYRA í þér :)
  KV Sigga Kolla og Bumbus!

 2. Árni og Bára ritaði:

  Hæ. Gaman að lesa bloggið endalaus ævintýri , farið gætilega. Allt fínt að frétta hjá okkur Kveðja Mamma og pabbi.

 3. Mamma ritaði:

  Vá þessi ævintýraferð verður bara flottari og flottari þið geislið á öllum myndum:)

 4. Anna frænka ritaði:

  Gaman að fá blogg.. Þvílíkt ævintýri :) Hlakka til að lesa um kína :)

 5. Þrúður ritaði:

  Gaman að lesa :) Orðin alveg svakalega brún og sæt!! :)

 6. Ástrós ritaði:

  Ótrúlega gaman að fylgjast með blogginu ykkar! Haldið áfram að skemmta ykkur svona vel :)