Tanzania :)

Tanzania
Jæja elskur þá eru bara allt í einu liðnar 4 vikur af ferðinni fáránlegt hvað tíminn flýgur áfram :) Í dag vorum við að kveðja Tanzaniu og erum komin til Malawi.

Tanzania var að okkar mati örlítið þróaðari heldur en Kenýa. Komumst meirað segja 2 x á Wifi net :) En vorum bara með tölvuna i eitt skiptið við náðum þá að hringja 2 símtöl í netsímanum. Í hitt skiptið vorum við á skemmtistað en vorum með Ipodinn með okkur og gátum tekið tvö örstutt skype samtöl í miklum hávaða. Þannig það er ekki hægt að segja að samskiptin heim séu búin að vera mikil :) en þetta er allt til bóta :) . Styttist óðum í Asíuna. Ekki nema 2 vikur í Kína :-O

Fyrsta stopp í Tanzaniu var á tjaldstæði rétt fyri utan Arusha. þaðan fór allur hópurinn nema við og ein önnur stelpa í 2 daga safari í Serengeti og Ngorogoro Crater. Við ákváðum að sleppa því því það hefði kostað okkur auka 100 þúsund samtals. EN þau sáu ljón drepa og éta buffalo þannig við vorum frekar svekkt að hafa ekki farið :( en fyrir utan það sáu þau bara það sama og við í Masai Mara nokkrum dögum fyrr. Farastjórinn okkar er búin að vinna hérna í 3 ár og hefur farið ca 20 sinnum í Serengeti en aldrei séð dráp hún varð mjög svekkt því hún ákvað í þetta skiptið að fara ekki þvi hún er að þjálfa annan fararstjóra sem fór með hópnum. Þannig hópurinn var hrikalega heppin :) En á meðan þau voru í görðunum vorun við bara í rólegheitum í Arusha að venjast tjöldunum og þvo þvott. Við erum btw búin að vera í Afríku í 4 vikur og aldrei notað þvottavél þannig hvítu fötin okkar eru ekkert svo hvít lengur því Afríka er SKÍTUG sorry orðbragðið en hér er allt í ryki og drullu :( Þannig það verður spennandi að hitta þvottavél næst. Ætli það verði ekki eftir 2 vikur :-O

Eftir Arusha var haldið suður til Dar es Salaam sem eru 700 km. sem þýðir: Afríksir vegir + Afrísk umferð + trukkur sem er haldið við í Afríku + nokkur pissustopp hvert í mesta lagi 10 min = 14 klst. Þannig við vorum frekar lúin þegar við vorum komin á leiðarenda. Á leiðinni var margt fallegt að sjá því landslagið er rosalega fallegt og allt miklu grænna en í Kenýa. Það sem var samt fallegast og merkilegast var Mt. Kilimanjaro hæsta fjall Afríku 5895m hátt og algjörlega maganað að sjá.

Eftir eina nótt í Dar var haldið til Zanzibar sem er algjörlega það fallegasta sem við höfum séð. Stone town höfuðborg Zanzibar er mjög fallegur. Þar fórum við í skoðunarferð um borgina og einnig í spice tour þar sem við skoðuðum og smökkuðum ýmsar plöntur og ávexti (t,d kanil, síttrónugras, ber sem varalitur er gerður úr, kaffibaunir og margt margt fleira). Um kvöldið fórum við svo á sjávarréttamarkað að borða. Bara útimarkaður þar sem allir keppast um að selja þér sinn mat. Enduðum á að fá okkur geðveikar Zanzibar humarpizzur. Eftir eina nótt í Stone Town var haldið á ströndinni þar sem er ólýsanlega tær og blár sjór. Náðum góðum myndum en margfaldið fegurðina með 10 og þá getið þið ca ímyndað ykku fegurðina. Algjör paradís lítið af fólki og þvílíkt friðsælt. í stuttu máli var Zanzibar: Sólbað, sund í sjónum, Beach party og, útað borða og hanga með og djamma með hrikalega skemmtilegu fólki sem við erum með í Trukknum. Algjörlega ógleymanlegir 4 dagar.

Eftir Zanzibar var ein nótt í í Dar es Salam áður en við fórum að fikra okkur í átt til Malawi. Gistum síðustu nóttina í Tanzaniu í 1600 metra hæð. Á leiðinni byrjaði úrhellisrigning og það ringdi enn þegar við komum á tjaldstæðið þannig við ákváðum að upgrade-a og leigðum okkur hrikalega kósý kofa :) Það kvöld og þá nótt fengum við loksins hitastig sem hentar okkur vel og vegna rigningarinnar var ekkert ryk :) Þannig það var bara ferskt loft og hamingja, kannski smá heimþrá hehe. Já og ekki má gleyma sváfum í fyrsta skiptið í 4 vikur með sæng og það var KÓSÝ :D
Í dag var fórum við svo yfir landamærin og vorum komin seinni partinn til Lake Malawi. Verðum í 2 nætur á þessu tjaldsvæði hér og förum svo 250 km sunnar og gistum þar 2 nætur áður en við förum til Zambiu á mánudaginn.

Annars er bara eins og þið heyrið allt frábært að frétta :) Hópurinn sem við erum með er allur á svipuðum aldri og við. Fararstjórinn er Áströlsk og er jafn gömul Gumma. Hún er búin að vera á vegunum í Afríku í 3 ár og er búin að fá nóg þannig þetta er síðasta ferðin hennar og því eru nokkrir vinir hennar með í ferðinni sem eru alveg hrikalega hress :) þannig við gætum ekki veirð heppnari bæði með fararstjóra og hóp. Hún (Amy) er algjörlega með allt á tæru og frá degi eitt höfum við treyst henni 100%. vIð erum einnig búin að kynnast fólki héðan og þaðan og erum búin að plana hitting í Sydney í maí :)

Jæja þetta er orðið gott í bili. Verður vonandi ekki jafn langt í næsta blogg. Ætlum einnig að reyna að koma einhvejrun myndum inn sem fyrst :) En í Afríku er það stórt verkefni :)

Knús frá Malawi :*
Berglind og Gummi.

Fært undir Óflokkað.

6 ummæli við “Tanzania :)”

 1. Árni og Bára ritaði:

  Greinilega alveg stórkostlegt hjá ykkur og þið heppin með reyndan fararstjóra. Hér er rigning og rok og nóg að snúast og þorrablót á laugardaginn. Bestu kveðjur til ykkar.

 2. Gerður Anna ritaði:

  Æðislegt :) Fegin að heyra að allt gengur vel :) Knús :*

 3. Berglind Elva ritaði:

  Mikið ævintýri hjá ykkur, njótið vel ;-)

 4. Mamma ritaði:

  Gott að heyra frá ykkur greinilega gaman þarna :) sannkölluð ævintýraferð :)

 5. Anna frænka ritaði:

  Gaman að fá loksins blogg frá ykkur.. það er alveg hrikalega gaman að lesa um þetta ævintýri ykkar :) knús á ykkur og haldið áfram að fara varlega :*

 6. Ólöf og co ritaði:

  Frábært hjá ykkur. Söknum ykkar. Risa afmælisknús á afmælisbarnið frá okkur í Bolöldu 2. Sérstakt knús frá R og K, mjög ánægð með myndirnar og ljónamyndin í miklu uppáhaldi.