Masai Mara Safari - Tanzania

Hæhæ kæru lesendur sem eruð vonandi fleiri en kommentin :)

Þá er Masai Mara safariið búið. Við sáum heilan helling af dýrum og ferðin var í alla staði æðisleg :) við vorum í hóp með hjónum frá Suður Kóreu sem voru/eru brúðkaupsferðinni sinni, algjörir dúlluhausar og svo vinum frá Ástralíu, stelpa og strákur. Allt mjög fínt fólk og farastjórinn okkar í ferðinni var líka frábær. Við gistum í 2 nætur rétt fyrir utan Masai Mara í tjöldum sem voru samt algjör lúxus með rúmum í :) Þar sem við vorum rétt fyrir utan Mara og það eru engar girðingar þarna þá voru menn í vinnu á tjaldsvæðinu við að vakta svæðið á nóttunni. Þeir sátu víðsvegar um svæðið á tjaldstólum með boga og örvar. Myndi sennilega valda miklum ótta hjá gestum ef byssuskot myndu heyrast á tjaldsvæðinu.. Það var samt alveg yndislegt að gista þarna þrátt fyrir smá kaldari nætur en við erum vön. Við sáum öll helstu dýrin sem lifa í þessari Paradís sem Mara er: Ljón, gíraffa, Buffalo, flóðhesta, fíla, gasellur, dádýr, apa, sebrahesta, eðlur, fugla, blettatígra osfrv… Það sem stóð uppúr voru fílabörnin og karlkynsljónin. Við vorum í miklu návægi við þessi dýr ca 2 metra, stundum minna. Semsagt hrikalega skemmtileg ferð, set nokkrar myndir hér inn og við getum svo vonandi bráðlega sett inn fleiri myndir :)

Spennt a leid i Safari :)

Tetta krutt er ca nokkra vikna :)

Vorum i 1-2 metra fjarlaegd fra tessum :)

FLodhestakrutt med mommu sinni :)

Tjaldid i Masai Mara

 

Það er erfitt að lýsa öllu því sem við erum að upplifa hér og ekki alltaf hægt að taka myndir, því það er ekki alltaf viðeigandi. Fólk býr hér í kofum sem maður myndir ekki bjóða hænum upp á heima. Meðfram vegunum eru börn ein á labbi niður í ca 4 ára og það er mikið um “smala” börn og eða fullorðna með hjörðina sína sem er oftast nokkrar kýr, nokkrar kindur, nokkrar geitur og kannski nokkrir asnar. Fólkið labbar um í einskonar teppum/sjölum með spýtu í hendinni og beitir allt sem er hægt að beita, mjög oft meðfram vegunum.

Sjoppur og annarskonar búðir eru meðfram flestum vegum í litlum bárujárnskofum og umhverfið er oftast mjög sóðalegt, einnig er algengt að sjá geitur, asna og kýr á vappi í þorpum fyrir framan búðirnar. Svo er fólk að reyna að selja þér eitthvað allstaðar þar sem maður kemur, oftast ávexti eða skartgripi og fólkið er mjög ágengt (sennilega vegna fátæktar)

þú þarft að vera blindur, heyrnalaus og án lyktarskyns til þess að fátæktin hérna fari framhjá þér. Samt eru allir svo glaðir og brosmildir. Allstaðar veifa börnin manni og segja how are you. Fyrir eitt veif tilbaka fær maður stærsta og innilegasta bros sem hægt er að fá :)

Þannig að Afríka er algjör draumastaður fyrir þá sem langar að sjá samfélög sem eru ólík því sem við eigum að venjast, ofboðslega fallegt landslag og villt dýr. Ef einhver sem les þetta er að velta því fyrir sér að koma hingað mælum við sterklega með því.

Staðan á okkur núna er að við erum búin að kveðja Kenýa og erum komin yfir til Arusha í  Tanzaníu. Við erum  í svona overland trukki með fullt af skemmtilegu fólki, farastjóra (sem er Áströlsk hress kona) og kokki :) VIð gistum í tjöldum sem er bara mjög notalegt, reyndar ekki janf mikill luxus og i Mara en fint samt :) bara tjalddynur, sem eru samt betri en morg rum sem vid hofum profad undanfarid  :) Veðrið er áfram ofboðslega gott og við erum spennt að fá að sjá meira af þessu landi en við eigum eftir að keyra alveg niður eftir öllu landinu eftir nokkra daga.

Jaej gott i bili fengum bara rett ad hoppa inn a netkaffi nuna en komumst kannski a netkaffi eftir 2 daga, ef ekki ta eftir taepa viku.

Fleiri myndir af fesinu hans Gumma:  http://www.facebook.com/media/set/?set=a.10150595352519884.442365.736709883&type=1

Knus heim og staersta knusid faer afmaelisbarn dagsins (Alla Maria)

Berglind og Gummi

Fært undir Óflokkað.

11 ummæli við “Masai Mara Safari - Tanzania”

 1. Kristín og Bjarni ritaði:

  Yndislegt! Gaman að fylgjast með ykkur. Kærar kveðjur frá Selalæk

 2. Árni og Bára ritaði:

  Gaman að heyra frá ykkur algjört ævintýri. Gott að frétta frá okkur allur snjór farinn í bili. Bestu kveðjur til ykkar.

 3. Kristín & Bjarki ritaði:

  spennandi! ;) ekkert smá flottar myndir. Kossar og knús á ykkur!

 4. Anna frænka ritaði:

  Þvílíkt ævintýri :) Og flottar myndir :) Knús á ykkur og til hamingju með litlu systir :*

 5. Guðbjörg ritaði:

  jeminn hvað ég öfunda ykkur :) æðislegar myndir
  Bestu kveðjur úr snjónum, slabbinu, rigningunni og kuldanum

 6. Júlía Dögg ritaði:

  Gaman að skoða myndirnar ykkar. Ég hefði aldrei þorað að vera svona nálægt ljóninu;). Þvílíkt ævintýri!

 7. Guðrún María ritaði:

  Omy þetta er nú meira ævintýrið :) öfunda ykkur ekkert smá
  knús frá Íslandi elsku best :*

 8. Mamma ritaði:

  Hæ elskurnar mínar gaman að sjá myndir en ég verð nú að segja að ég færi aldrei svona nálægt þessum villidýrum þótt letileg séu :)

 9. Gerður Anna ritaði:

  Þetta er svakalegt að sjá þessar myndir… ég varð hrædd í gegnum tölvuna :D
  Héðan er allt gott að frétta… njótið ykkar í botn, hlakka til að heyra meira :)

 10. Fríður ritaði:

  Hæ hæ gaman að fylgjast með ykkur, og veit að þetta er ævintýri hjá ykkur ….vona að allt gangi vel …knús Fíf

 11. Þrúður ritaði:

  Þetta eru alveg alvöru myndir hjá ykkur! Geggjaðar :) Mun fylgjast náið með!