Fyrsta færslan - Ferðaplan

Jæja gott fólk

Þá er fyrsta færslan komin á blað og heimsreisan okkar Gumma alveg að verða að veruleika :) Ákváðum að stofna þetta blogg svo vinir, fjölskylda og aðrir forvitnir gætu fylgst með okkur :) Ég setti inn ferðaplanið hérna fyrir neðan  og líka vinstra megin á síðunni (Ferðaplan). Þar er alltaf hægt að kíkja þegar líða fer á ferðina og þetta blogg verður komið langt niður.

Við semsagt kveðjum klakann góða 11 Janúar og komum heim í sumarið um 18 Júní (ekki búin að bóka ferðina heim) 

Við stefnum á að verða hrikalega dugleg að blogga um lífið í bakpokanum og vonum að þið verðið líka dugleg að kommenta og kvitta fyrir ykkur :)

Það verður sennilega ekki mikið um myndir  á þessari síðu en reynum að vera dugleg að setja þær á Facebook :)
Ferðaplan

11 Jan - Ísland - London

11 Jan - London - Bournemouth (Kíkja á gamlar slóðir)

13 Jan - Bournemouth - London

15 Jan - London - Nairobi

26 Jan - 3 Daga Masai Mara Safari í Kenýa

29 Jan - 3 Vikna Safari frá Nairobi til Victoria Falls í gegnum Tanzaníu, Malawi, Zambiu, Botswana og Zimbabwe.

21 Feb - Flug frá Zimbabwe - Johannesborg (S-Afríka)

22 Feb - Johannesburg - Singapore

23 Feb - Singapore - Peking (Kína)

23 Feb - Byrjun Mars - Ferðast með lestum í gegnum Kína  (Peking, Shanghai, Hong Kong) til Víetnam.

Mars    - Ferðast í gegnum Víetnam og Laos til Thaílands

Apríl     - Ferðast í gegnum Thaíland, stutt stopp í Camboidu.  Þaðan til Kuala Lumpur (Malasía)

27 Apr -  Flug frá Kuala Lumpur (Malasía) til Singapore

27 Apr -  Flug frá Singapore  til Balí (Indónesía) - Þar sem Fríða og Morten ætla að veita okkur félagsskap :D

6 Maí   -  Flug frá Bali til Singapore

7 Maí   -  Flug frá Singapore til Syndey (Ástralía)

14 Maí  - Flug frá Sydney til Christchurch (Nýja Sjáland)

14 Maí  - 28 Maí. Eftir nokkura daga stopp í Christchurch hjá Söru er stefnan að leigja húsbíl og keyra til   Auckland.

28 Maí - Flug frá Auckland (Nýja Sjálandi) til Fiji eyja

5 Jún  - Flug frá Fiji til LA

5 Jún - 15 Júní. Skoða LA, Las Vegas, Miklagljúfur ofl.

15 Jún - Flug frá LA - London

Ca 18 Jún - Flug frá London til ÍSLANDS :D

Kv Berglind

Fært undir Óflokkað. 6 ummæli »